Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Inn­kalla brauð vegna brots úr peru

Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 grömm með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit. Mögulega er um að ræða brot úr peru.

Neytendur
Fréttamynd

„Ég borða allt nema lík og líkams­vessa“

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“

Lífið
Fréttamynd

Sama tóbakið

Mér verður oft hugsað til þeirra ára þegar tóbakið var hér allt um kring, reykjarmökkur mætti manni á ólíklegustu stöðum og þótti eðlilegt. Það var talinn dónaskapur og biðja um að rúður væru dregnar niður þótt kófið væri kæfandi inni í bílum. Allt hafði þetta afleiðingar. Banvænir sjúkdómar plöguðu fólk sem ýmist reykti eða eyddi löngum stundum í reykmettuðu umhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Vegan próteinbomba að hætti Kol­beins Arnbjörnssonar

Veganúar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum nú í janúar þar sem margir kjósa að prófa sig áfram í vegan mataræði þennan fyrsta mánuð ársins. Þau sem lifa vegan lífsstíl alla mánuði ársins taka þessu auðvitað fagnandi en leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson er einn af þeim.

Uppskriftir
Fréttamynd

Fluttur til Austin vegna út­rásar súkku­laðis­mjörsins

Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er nú í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Þetta má lesa úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heitustu trendin árið 2025

Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Lífið
Fréttamynd

Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftir­liti sér­fræðinga

Gestir Múlakaffis sporðrenndu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur. Fréttamaður fór í skötuveislu og smakkaði í fyrsta sinn á hinu kæsta hnossgæti.

Lífið
Fréttamynd

Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról

Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð.

Lífið
Fréttamynd

Víð­tækar vöruhækkanir eftir ára­mót

Samtök verslunar og þjónustu búast við talsverðum verðhækkunum um áramótin. Íslenskt grænmeti gæti til að mynda hækkað um allt að tólf prósent og þá er von á því að kjöt, mjólkurvörur, kaffi og súkkulaði hækki einnig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu?

Undanfarið hafa verið háværar raddir um að hátt kólesteról í blóði og mettuð fita úr mat séu skaðlaus og í raun margra ára misskilningur að tengja slíkt við hjartasjúkdóma. Sem er undarlegt fyrir þær sakir að sú tenging er vel rannsökuð og eru sterk vísindaleg rök fyrir því að þessir þættir skipti miklu máli í þróun hjarta og æðasjúkdóma.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­skrift að jóla­matnum - þegar ekkert má klikka

Hamborgarhryggur hefur verið vinsælasti hátíðarmatur Íslendinga í áratugi. Þá hefur Ali Hamborgarhryggurinn verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í yfir 80 ár og er einn sá allra vinsælasti. Hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðan og auðveldan að elda.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Matar­boðin sem fólk man eftir

Jólin eru tími fjölskyldu og vina og dýrindis matarboða. Nú er því rétti tíminn til að uppfæra borðbúnaðinn með endingargóðum og fallegum vörum frá Expert en glæsilegur borðbúnaður gerir jólamáltíðina ekki bara bragðbetri heldur líka eftirminnilega.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Upp­lýst um leyndar­málið á bak við pönnu­kökurnar

Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina.

Innlent
Fréttamynd

Að­ventan með Lindu Ben: Jóla­tré úr marengs

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Jól
Fréttamynd

Súkku­laðið verði dýrara hjá öllum um páskana

Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jólamolar: Ekkert fal­legra en að sjá dótturina gráta úr gleði

Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór  sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Freyju og Góu blöskrar um­mæli frá Nóa Siríus

Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn.

Neytendur
Fréttamynd

Gunnars loksins selt

Myll­an-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framandi en fljótlegir smá­réttir um jólin

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Jól
Fréttamynd

Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi

Minna magn af klementínum er flutt til landsins og gæðin eru verri vegna náttúruhamfara á Spáni. Forstöðumaður innkaupa hjá Krónunni segir eðlilegt að landsmenn furði sig á klementínuskorti, enda sé ávöxturinn partur af jólunum.

Neytendur
Fréttamynd

Flóðin á Spáni hafa á­hrif á jólahefð Ís­lendinga

Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. 

Neytendur