Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Innlent 26. september 2023 19:02
Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. Viðskipti innlent 23. september 2023 10:49
Ekta ítalskar panino slá í gegn í hádeginu Veitingastaðurinn Grazie Trattoria á Hverfisgötu sérhæfir sig í ítalskri matargerð og hefur stimplað sig rækilega inn í veitingaflóru borgarinnar með ekta ítölskum mat á kvöldin. Ítalskar panino samlokur eins og þær gerast bestar eru nýjasta nýtt í hádeginu. Lífið samstarf 19. september 2023 14:29
Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. Innlent 19. september 2023 08:30
Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. Innlent 19. september 2023 06:37
Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins. Innlent 15. september 2023 16:08
Tobba Marinós til liðs við Lemon Fjölmiðlakonan og frumkvöðullinn Tobba Marinósdóttir seldi nýverið Granólabarinn sem hún rak um árabil í samstarfi við móður sína, Guðbjörgu Birgis. Þær mæðgur héldu þó uppskriftunum eftir og hafa nú í samstarfi við veitingastaðinn Lemon gefið heilsudrykkjunum nýtt líf. Lífið 12. september 2023 15:34
Spænskir vindar blása um miðbæ Reykjavíkur „Besta hrósið er þegar fólk segir að það sé eins og að vera á Spáni þegar það kemur hingað inn. Allra besta hrósið er samt þegar það segir matinn smakkast betur en á Spáni, okkur þykir afar vænt um það,“ segir Dagur Pétursson Pinos, einn fimm eigenda veitingastaðarins La Barceloneta í Templarasundi 3. Lífið samstarf 12. september 2023 14:37
Algjör umbreyting á Sólon Íslendingar þekkja skemmtistaðinn Sólon heldur betur vel. Í dag er staðurinn veitingastaður en á efri hæðinni er skemmtistaður. Lífið 11. september 2023 10:30
Hótaði gestum veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna. Innlent 5. september 2023 07:36
Brasserie Askur skiptir um eigendur Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 4. september 2023 11:07
Fóru til Buffalo og hrepptu gull í risavaxinni vængjakeppni Þeir Lýður Vignisson og Justin Shouse sem reka vængjastaðinn Just Wingin' It hrepptu gullverðlaun í vængjakeppni í Buffalo í Bandaríkjunum um helgina. „Við erum bara á bleiku skýi enn þá,“ segir Lýður. Lífið 3. september 2023 22:33
Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi. Innlent 1. september 2023 20:31
„Svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi“ Hús Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 hefur verið skráð á ný til sölu. Húsið, sem er í meirihlutaeigu flokksins, hefur verið falt í rúm fjögur ár. Innlent 31. ágúst 2023 17:12
Veitingastaðnum El Faro lokað Eigendur veitingastaðarins El Faro, sem staðsettur er við Lighthouse Inn, nærri Garðskagavita í Garði á Suðurnesjum, hafa ákveðið að loka staðnum í næsta mánuði. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 14:28
Ríflega 100 veiktust í fjórum matartengdum hópsýkingum árið 2022 Fjórar stórar matartengdar hópsýkingar voru tilkynntar til sóttvarnalæknis árið 2022. Tvær voru af völdum nóróveiru, ein af völdum E. coli (EPEC) en í einu tilvikinu er orsakavaldurinn enn óþekktur. Innlent 30. ágúst 2023 12:48
Átján milljóna króna gjaldþrota Bio borgara Engar eignir fundust í þrotabú veitingastaðarins Bio Borgara sem lokað var í maí í fyrra. Lýstar kröfur námu rúmum átján milljónum króna. Viðskipti innlent 23. ágúst 2023 11:09
Ræða um stofnun brugghúss í sögufrægu húsi á Djúpavogi Eigendur útgerðarinnar Goðaborgar vilja koma á fót brugghúsi og ölstofu í sögufrægu húsi á Djúpavogi. Húsið kallast Faktorshús og er hátt í tvö hundruð ára gamalt. Innlent 22. ágúst 2023 15:25
Fjögurra tíma bið og starfsfólkið „draugarnir af sjálfu sér“ Forstjóri Domino's segir að dagurinn í gær, þegar boðið var upp á þrjátíu ára gamalt verð á pítsum, hafi verið langstærsti dagur fyrirtækisins. Magn pantana hafi verið tvöfalt meira en á stærsta deginum fram að þrjátíu ára afmælinu í gær. Bylgjunni fylgdi auðvitað mikil bið og eru dæmi um að viðskiptavinir hafi þurft að bíða í nokkrar klukkustundir eftir því að pítsan þeirra yrði tilbúin. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 15:06
B5 verður að B eftir lögbann Eigendur skemmtistaðar í Bankastræti fimm hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni staðarins úr B5 í B. Lögbann var sett á notkun nafnsins B5 sem var í eigu annars félags. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 12:12
Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 08:44
Anna ekki eftirspurn og loka Domino‘s á Íslandi hefur neyðst til þess að loka fyrir pantanir eftir að neytendur pöntuðu pitsur á þrjátíu ára gömlu verði í meira mæli en búist var við. Viðskipti innlent 16. ágúst 2023 18:58
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. Viðskipti innlent 16. ágúst 2023 17:16
Bjóða upp á þrjátíu ára gömul verð Domino‘s selur í dag átta tegundir af pizzum á sama verði og pizzurnar kostuðu fyrir þrjátíu árum. Ástæðan er sú að staðurinn opnaði hér á landi þann 16. ágúst 1993. Neytendur 16. ágúst 2023 08:49
Þrefaldur Michelin kokkur matreiddi fyrir Íslendinga Fyrsta konan sem hefur fengið þrjár Michelin stjörnur matreiddi kræsingar fyrir heppna gesti á Reykjavík Edition í kvöld. Hin franska Dominique Crenn sem rekur veitingastaðinn Atelier Crenn í San Francisco í Bandaríkjunum. Lífið 14. ágúst 2023 21:52
Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6. ágúst 2023 07:48
Bandarískur sjónvarpsmaður gagnrýnir íslenskt matarverð Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Rick Steves, sem einnig hefur gefið út ferðahandbækur, heimsótti Ísland á dögunum. Í Facebook-færslu um dvölina ber hann saman verðlag á veitingastöðum og í matvörubúðum en að hans sögn er verðmunurinn talsverður. Matur 5. ágúst 2023 22:01
Rukkar umdeilt þjónustugjald vegna „algjörlegra fáránlegra“ kvöld- og helgartaxta Þjónustugjald sem leggst ofan á verð á matseðli veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur vakið athygli og telur formaður Neytendasamtakanna fyrirkomulagið líklega brjóta í bága við lög. Eigandi staðarins segir gjaldið vera valkvætt og ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 4. ágúst 2023 21:28
Kim Yong Wings í Vogunum: „Þetta verður á milli tannanna á fólki“ Tveir Hafnfirðingar eru að opna veitingastaðinn Kim Yong Wings í Vogum á Vatnsleysuströnd í næstu viku. Þar verður boðið upp á kóreska vængi, súrdeigspizzur og heimilismat. Þeir vissu að nafnið yrði umdeilt en óttast ekki umtalið. Viðskipti innlent 4. ágúst 2023 12:01
Æfir yfir Önnu Frank-hamborgara og Adolfs-frönskum Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler. Matur 2. ágúst 2023 15:00