Dýr Harpa heldur að hún sé hundur Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Innlent 11.8.2021 20:04 Hundurinn Mosi starfar á Kleppi og knúsar skjólstæðinga Hundurinn Mosi sem er starfsmaður á Kleppi. Hann sinnir móttöku nýrra skjólstæðinga og er til staðar fyrir þá sem þurfa á knúsi að halda. Innlent 7.8.2021 21:01 Eiturblöndur valda tvöfalt meiri dauða meðal býflugna Vísindamenn hafa komist að því að skordýraeiturblöndur geta valdið tvöfalt meiri dauða meðal býflugna en áður var talið. Þeir leggja til að haldið sé áfram að hafa eftirlit með notkun slíkra kokteila eftir að notkun þeirra hefur verið heimiluð. Erlent 5.8.2021 07:10 Virti tilmæli lögreglu að vettugi Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku. Lífið 4.8.2021 00:26 Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim. Erlent 2.8.2021 19:10 „Svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn“ Húsflugufaraldur er í Grafarvogi og víðar. Innlent 30.7.2021 15:04 Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. Innlent 26.7.2021 19:26 Sá sem drap selinn Kostis er í vondum málum Lögregluyfirvöld í Grikklandi leita nú ljósum logum að þeim sem talinn er hafa drepið selinn Kostis. Selurinn var afar vinsæll og táknmynd grísku eyjunnar Alonissos. Erlent 26.7.2021 14:54 Sjálfboðaliðar óskast í selatalningu á morgun Selatalning fer fram á morgun, sunnudaginn 25. júlí á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra en tilgangur talningarinnar er að að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum. Óskað hefur verið eftir sjálfboðaliðum til að koma í talninguna en talið verður á hundrað kílómetra svæði. Innlent 24.7.2021 13:16 Bjarndýr gengur laust í nágrenni ólympíuvallar Svartbjörn gengur enn laus í nágrenni Azuma hafnaboltavallarins í Fukushima í Japan. Sport 22.7.2021 16:46 Grábjörn sat um mann í viku í óbyggðum Alaska Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna rambaði fyrir tilviljun á mann á mjög afskekktum stað í Alaska sem var illa farinn eftir margra daga baráttu við grábjörn. Verið var að fljúga þyrlunni nærri Nome í Alaska þegar áhöfnin þurfti að beygja af leið vegna skýja. Erlent 22.7.2021 16:01 Fimm hross týnd á fjöllum í rúma viku Fimm hross sem fældust og hlupu á fjöll hafa verið týnd í rúma viku. Hrossin týndust skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið, á þriðjudagsmorgun í síðustu viku. Innlent 21.7.2021 11:19 Hnúfubakur nálægt landi: „Þetta var alveg geggjað“ „Í stuttu máli. Hnúfubakur að gefa allt í botn til að ná hádegismatnum. Rétt við fast land btw ég var á föstu landi þegar ég tók þetta….TRYLLT!! Silgdi svo burt með frænda sínum. Saddur og sæll,“ skrifar framleiðandinn Jóhann Már Kristinsson á Twitter og birtir stórkostlegt myndband af Hnúfubaki í leit að æti nálægt landi. Innlent 20.7.2021 14:43 Aldrei eins mikið um tófu í Borgarbyggð og nú er Birgir Hauksson refaskytta hefur ekki séð annað eins af tófu í Borgarbyggð en hann hefur fengist við að skjóta ref frá 1983. Innlent 19.7.2021 16:08 Stefnumót við stuttnefju á bjargbrún á Langanesi Vísindamenn kortleggja nú ævintýralegan lífsferil langvíu og stuttnefju í íslensk-breskri rannsókn sem starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Náttúrustofu Norðausturlands hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á því að sömu fuglarnir eru fangaðir aftur og aftur, bæði yfir sumarið og árlega. Þeir koma alltaf á sömu sylluna, ár eftir ár. Innlent 18.7.2021 19:11 Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður. Innlent 16.7.2021 19:29 Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu. Innlent 12.7.2021 13:21 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.7.2021 20:00 Grábjörn dró konu úr tjaldi og drap hana Grábjörn dró konu út úr tjaldi hennar í bænum Ovando í Montana og banaði henni í vikunni. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki tekist að finna og fella björninn. Konan hét Leah Davis Lokan og var 65 ára gömul. Hún var í hópi hjólreiðamanna sem var á ferð um svæðið. Erlent 9.7.2021 12:46 Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Innlent 9.7.2021 10:21 Risapandan ekki lengur í útrýmingarhættu Kínversk stjórnvöld segja risapönduna ekki lengur í bráðri útrýmingarhættu en stofninn sé enn viðkvæmur. Fjöldi villtra risapanda hefur nú náð 1.800. Erlent 9.7.2021 07:05 Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. Erlent 8.7.2021 10:29 Endurheimtir ljónið sitt eftir inngrip forsætisráðherra Kínverjinn Qi Xiao hefur endurheimt ljónið sitt eftir að forsætisráðherra Kambódíu fyrirskipaði yfirvöldum að skila honum gæludýrinu og endurgreiða honum hverja þá sekt sem hann kynni að hafa greitt. Erlent 6.7.2021 08:50 Lögreglan vill losna við páfagauk Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að eiganda þreytulegs páfagauks sem er nú í fórum embættisins. Innlent 5.7.2021 23:50 Maður bitinn af slöngu meðan hann gekk örna sinna Maður á sjötugsaldri í borginni Graz í Austurríki varð fyrir því óláni á dögunum að vera bitinn í klofið af kyrkislöngu sem faldi sig í klósetti hans. Erlent 5.7.2021 23:24 Hæsti hestur í heimi er allur Hesturinn Big Jake lést á dögunum tuttugu ára gamall. Hann var árið 2010 útnefndur hæsti hestur í heimi af heimsmetabók Guinness. Erlent 5.7.2021 17:48 Höfðu uppi á týndri rauðri pöndu í dýragarði Starfsmenn dýragarðsins í Duisburg í Þýskalandi hafa haft uppi á Jang, rauðri pöndu, sem hafði sloppið úr gerði sínu og haldið á vit ævindýranna í dýragarðinum. Jang fannst uppi í nálægri trjákrónu á lóð dýragarðsins eftir að leit hafði staðið yfir í um 36 klukkustundir. Erlent 5.7.2021 14:06 Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Erlent 5.7.2021 13:24 Dýr bólusett í Kaliforníu Dýragarður í Kaliforníu hefur byrjað að bólusetja stór kattardýr, birni og frettur gegn Covid-19. Erlent 3.7.2021 23:49 „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. Innlent 2.7.2021 14:02 « ‹ 33 34 35 36 37 38 39 40 41 … 69 ›
Harpa heldur að hún sé hundur Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Innlent 11.8.2021 20:04
Hundurinn Mosi starfar á Kleppi og knúsar skjólstæðinga Hundurinn Mosi sem er starfsmaður á Kleppi. Hann sinnir móttöku nýrra skjólstæðinga og er til staðar fyrir þá sem þurfa á knúsi að halda. Innlent 7.8.2021 21:01
Eiturblöndur valda tvöfalt meiri dauða meðal býflugna Vísindamenn hafa komist að því að skordýraeiturblöndur geta valdið tvöfalt meiri dauða meðal býflugna en áður var talið. Þeir leggja til að haldið sé áfram að hafa eftirlit með notkun slíkra kokteila eftir að notkun þeirra hefur verið heimiluð. Erlent 5.8.2021 07:10
Virti tilmæli lögreglu að vettugi Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku. Lífið 4.8.2021 00:26
Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim. Erlent 2.8.2021 19:10
„Svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn“ Húsflugufaraldur er í Grafarvogi og víðar. Innlent 30.7.2021 15:04
Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. Innlent 26.7.2021 19:26
Sá sem drap selinn Kostis er í vondum málum Lögregluyfirvöld í Grikklandi leita nú ljósum logum að þeim sem talinn er hafa drepið selinn Kostis. Selurinn var afar vinsæll og táknmynd grísku eyjunnar Alonissos. Erlent 26.7.2021 14:54
Sjálfboðaliðar óskast í selatalningu á morgun Selatalning fer fram á morgun, sunnudaginn 25. júlí á Vatnsnes og Heggstaðanes í Húnaþingi vestra en tilgangur talningarinnar er að að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum. Óskað hefur verið eftir sjálfboðaliðum til að koma í talninguna en talið verður á hundrað kílómetra svæði. Innlent 24.7.2021 13:16
Bjarndýr gengur laust í nágrenni ólympíuvallar Svartbjörn gengur enn laus í nágrenni Azuma hafnaboltavallarins í Fukushima í Japan. Sport 22.7.2021 16:46
Grábjörn sat um mann í viku í óbyggðum Alaska Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna rambaði fyrir tilviljun á mann á mjög afskekktum stað í Alaska sem var illa farinn eftir margra daga baráttu við grábjörn. Verið var að fljúga þyrlunni nærri Nome í Alaska þegar áhöfnin þurfti að beygja af leið vegna skýja. Erlent 22.7.2021 16:01
Fimm hross týnd á fjöllum í rúma viku Fimm hross sem fældust og hlupu á fjöll hafa verið týnd í rúma viku. Hrossin týndust skammt frá Gatfelli á Uxahryggjaleið, suðvestur af Skjaldbreið, á þriðjudagsmorgun í síðustu viku. Innlent 21.7.2021 11:19
Hnúfubakur nálægt landi: „Þetta var alveg geggjað“ „Í stuttu máli. Hnúfubakur að gefa allt í botn til að ná hádegismatnum. Rétt við fast land btw ég var á föstu landi þegar ég tók þetta….TRYLLT!! Silgdi svo burt með frænda sínum. Saddur og sæll,“ skrifar framleiðandinn Jóhann Már Kristinsson á Twitter og birtir stórkostlegt myndband af Hnúfubaki í leit að æti nálægt landi. Innlent 20.7.2021 14:43
Aldrei eins mikið um tófu í Borgarbyggð og nú er Birgir Hauksson refaskytta hefur ekki séð annað eins af tófu í Borgarbyggð en hann hefur fengist við að skjóta ref frá 1983. Innlent 19.7.2021 16:08
Stefnumót við stuttnefju á bjargbrún á Langanesi Vísindamenn kortleggja nú ævintýralegan lífsferil langvíu og stuttnefju í íslensk-breskri rannsókn sem starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Náttúrustofu Norðausturlands hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á því að sömu fuglarnir eru fangaðir aftur og aftur, bæði yfir sumarið og árlega. Þeir koma alltaf á sömu sylluna, ár eftir ár. Innlent 18.7.2021 19:11
Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður. Innlent 16.7.2021 19:29
Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu. Innlent 12.7.2021 13:21
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.7.2021 20:00
Grábjörn dró konu úr tjaldi og drap hana Grábjörn dró konu út úr tjaldi hennar í bænum Ovando í Montana og banaði henni í vikunni. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki tekist að finna og fella björninn. Konan hét Leah Davis Lokan og var 65 ára gömul. Hún var í hópi hjólreiðamanna sem var á ferð um svæðið. Erlent 9.7.2021 12:46
Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Innlent 9.7.2021 10:21
Risapandan ekki lengur í útrýmingarhættu Kínversk stjórnvöld segja risapönduna ekki lengur í bráðri útrýmingarhættu en stofninn sé enn viðkvæmur. Fjöldi villtra risapanda hefur nú náð 1.800. Erlent 9.7.2021 07:05
Telja hitabylgjuna hafa drepið milljarð sjávardýra við strendur Kanada Talið er að meira en milljarður sjávardýra við strendur Kanada að Kyrrahafinu hafi drepist í síðustu viku þegar hitabylgja, sem sló hvert hitametið á fætur öðru, reið yfir landið. Sérfræðingar vara við því hvað hitabreytingar, þó þær virðist litlar fyrir okkur mannfólkið, geta verið hættulegar vistkerfum sem eru óvön svona veðuröfgum. Erlent 8.7.2021 10:29
Endurheimtir ljónið sitt eftir inngrip forsætisráðherra Kínverjinn Qi Xiao hefur endurheimt ljónið sitt eftir að forsætisráðherra Kambódíu fyrirskipaði yfirvöldum að skila honum gæludýrinu og endurgreiða honum hverja þá sekt sem hann kynni að hafa greitt. Erlent 6.7.2021 08:50
Lögreglan vill losna við páfagauk Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að eiganda þreytulegs páfagauks sem er nú í fórum embættisins. Innlent 5.7.2021 23:50
Maður bitinn af slöngu meðan hann gekk örna sinna Maður á sjötugsaldri í borginni Graz í Austurríki varð fyrir því óláni á dögunum að vera bitinn í klofið af kyrkislöngu sem faldi sig í klósetti hans. Erlent 5.7.2021 23:24
Hæsti hestur í heimi er allur Hesturinn Big Jake lést á dögunum tuttugu ára gamall. Hann var árið 2010 útnefndur hæsti hestur í heimi af heimsmetabók Guinness. Erlent 5.7.2021 17:48
Höfðu uppi á týndri rauðri pöndu í dýragarði Starfsmenn dýragarðsins í Duisburg í Þýskalandi hafa haft uppi á Jang, rauðri pöndu, sem hafði sloppið úr gerði sínu og haldið á vit ævindýranna í dýragarðinum. Jang fannst uppi í nálægri trjákrónu á lóð dýragarðsins eftir að leit hafði staðið yfir í um 36 klukkustundir. Erlent 5.7.2021 14:06
Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Erlent 5.7.2021 13:24
Dýr bólusett í Kaliforníu Dýragarður í Kaliforníu hefur byrjað að bólusetja stór kattardýr, birni og frettur gegn Covid-19. Erlent 3.7.2021 23:49
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. Innlent 2.7.2021 14:02