„Það stenst enginn þetta augnaráð“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 13:28 Við fengum að klappa Gaur í gær, sem er ekki á eiginlegri vakt þegar hann er ekki í leiðsögubeisli sínu. Þá er hann venjulegur hundur. vísir Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur. Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli. Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli.
Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira