Forseti Íslands

Fréttamynd

Tíu til­nefnd sem fram­úr­skarandi ungir Ís­lendingar

Tíu einstaklingar hafa verið tilnefndir sem framúrskarandi ungur Íslendingur  af Junior Chamber International á Íslandi. Verðlaunin eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­látur og stoltur af sam­fé­laginu

Haldin var svokölluð samverustund fyrir Grindvíkinga og þau sem vildu sýna þeim samhug og styrk í Hallgrímskirkju í dag. Þar sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, að hann væri þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi Íslendinga. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði óvissuna erfiða

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind orð­laus með orðu frá Spánarkonungi

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona var sæmd heiðursorðu frá Spánarkonungi á viðburði í Reykjavík í gær þar sem því var fagnað að hundrað ár eru frá því að viðskipti Íslands og Spánar með þorsk og rauðvín hófust.

Lífið
Fréttamynd

Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs

Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson.

Lífið
Fréttamynd

Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis

Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, lagði á­herslu á breytingar á ís­lensku sam­fé­lagi og fjöl­breyti­leika þess við setningu Al­þingis í dag. Hann sagði að í stjórnar­skrá mætti koma fram að ís­lenska sé þjóð­tunga Ís­lendinga og opin­bert mál á Ís­landi.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu ár frá því að Eliza flutti með Guðna til Ís­lands

Í dag eru tuttugu ár frá því að Eliza Reid, forsetafrú, flutti til landsins með þáverandi unnusta sínum, Guðna Th Jóhannessyni. Hún minnist þess hvernig halloumi-ostur var ófáanlegur og hvernig hún gat ekki leigt spólur vegna stirðra reglna. Hún hafi verið heppin að mæta ekki sömu fordómum og aðrir innflytjendur.

Lífið
Fréttamynd

Könnuðust við gæjann á hjólinu

Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu.

Lífið
Fréttamynd

Forseti Íslands á leið í drulluna í Wacken

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur á morgun til Þýskalands þar sem hann er heiðursgestur á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air sem fram fer dagana 2.–5. ágúst. Mikið úrhelli hefur gert tónleikagestum erfitt um vik enda hluti tónleikasvæðisins orðinn að drullusvaði.

Innlent
Fréttamynd

„Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir“

Bessastaðanes var formlega friðlýst í morgun eftir að forsetaembættið og bæjarstjórn Garðabæjar óskuðu eftir því. Forseti Íslands fagnar því að sjónarmið náttúruverndar og útivistar hafi ráðið för við ákvörðunartökuna. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir friðlýsinguna þýðingarmikla fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. 

Innlent
Fréttamynd

Þakk­lát for­seta Ís­lands fyrir bréf eftir and­lát dóttur sinnar

Valda Anastasia Ko­lesni­kova, móðir Sofiu Sar­mite Ko­lesni­kova sem fannst látin í heima­húsi á Sel­fossi þann 27. apríl síðast­liðinn, segist vera gríðar­lega þakk­lát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir and­lát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannes­syni, for­seta Ís­lands, sér­stak­lega fyrir hand­skrifað bréf sem hann skrifaði henni.

Innlent
Fréttamynd

For­setinn heiðraði Hönnu Birnu

Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru veitt í 35. skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Fyrirtækið Gangverk hlaut verðlaunin að þessu sinni. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk heiðursviðurkenningu. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráð, sem forseti Íslands og ráðherrar í ríkisstjórn skipa, mun funda á Bessastöðum klukkan tíu í dag. Það er eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær að Guðrún Hafsteinsdóttir myndir taka við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

For­setinn býður heim á sunnu­daginn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi milli klukkan 13 og 16 á sunnudaginn. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun þar taka á móti gestum og gefst þeim færi á að skoða Bessastaði. 

Innlent
Fréttamynd

Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Ís­landi

Guðni Th. Jóhannes­son for­seti Ís­lands segist eiga stærsta buffsafn Ís­lands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðast­liðin ár. For­setinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í til­efni af því að hann hyggst bjóða almenningi í heimsókn á Bessastaði á sunnudag milli 13 og 16. Hlusta má á við­talið neðar í fréttinni.

Lífið