
Bönnum fjáraflanir foreldra fyrir börnin sín á Facebook
Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrkja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook.

Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær
„Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“

Meta: beyond the fees and advertisement
It is 10/11/2023 and as I try to log in to Facebook, I see that they have decided to play along with the rules of European data protection, as evidenced by the picture below:

Facebook án auglýsinga með nýrri áskriftarleið
Meta mun nú bjóða upp á mánaðarlega áskriftarleið þar sem notendur geta greitt til að nota samfélagsmiðlana Facebook og Instagram án auglýsinga. Enn verður boðið upp á ókeypis aðgang að miðlunum með auglýsingum.

Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga
Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar.

Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi
Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff.

Ekkert verður af bardaga Musk og Zuckerberg
Ekkert verður af bardaga auðjöfranna Elon Musk og Mark Zuckerberg. Forseti UFC, Dana White, hafði gefið það út að báðir væru þeir reiðubúnir til að mætast í hringnum en nú segir Zuckerberg að Musk sé ekki alvara og því muni hann finna sér andstæðing sem taki íþróttinni alvarlega.

Facebook fer í hart og fjarlægir allar fréttir í Kanada
Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum.

Facebook hyggst setja Twitter klón í loftið á fimmtudag
Bandaríska samfélagsmiðlafyrirtækið Meta sem rekur Facebook og Instagram hefur tilkynnt að það muni setja nýjan samfélagsmiðil sinn, Threads, í loftið næsta fimmtudag. Miðlinum er ætlað að eiga í beinni samkeppni við samfélagsmiðilinn Twitter.

Vilja banna forsætisráðherra á Facebook rétt fyrir kosningar
Sjálfstæð eftirlitsnefnd Meta leggur til að Facebook-aðgangi forsætisráðherra Kambódíu verði lokað í sex mánuði vegna myndbands sem hann birti þar sem hann hótaði pólitískum andstæðingum ofbeldi. Innan við mánuður er til kosninga í Kambódíu.

Taldi brotið á tjáningarfrelsi eltihrellis sem sendi konu þúsundir skilaboða
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi sakfellingu eltihrellis sem sendi tónlistarkonu þúsundir skilaboða á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki sýnt fram á að skilaboðin gengu lengra en almennt tjáningarfrelsi leyfði. Konan segist hafa óttast um líf sitt vegna skilaboðanna.

Fréttir hverfa af Facebook í Kanada
Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra.

Dana White segir samtal um bardaga hafið: Þeim er báðum dauðans alvara
Dana White, forseti UFC, segir að Mark Zuckerberg og Elon Musk séu báðir tilbúnir að mætast í UFC hringnum. Hann segir að bardaginn yrði sá stærsti í sögunni.

Zuckerberg til í að slást við Musk
Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter.

Facebook-síða Maradona hökkuð: „Þið vitið að ég sviðsetti dauða minn“
Óprúttinn aðili hefur komist inn á Facebook-síðu knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona og birtir þar heldur ónærgætnar færslur um þessar mundir.

ESB sektar Meta um 183 milljarða króna
Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna.

Meta í samkeppni við Twitter
Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar.

Zuckerberg vann til gullverðlauna á sínu fyrsta móti
Mark Zuckerberg var óvænt meðal keppenda í brasilísku jiu-jitsu móti í Redwood City í Kaliforníu um helgina og vann þar til gull og silfurverðlauna.

Alexandra Helga aftur á samfélagsmiðla
Fyrrum fegurðardrottningin Alexandra Helga Ívarsdóttir lét sig hverfa af öllum samfélagsmiðlum í kjölfar hneykslismáls eiginmannsins, Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Nettröll níddust á föður sex ára drengs sem lést
Blaðamaður sem missti sex ára son sinn í janúar hefur orðið vinsælt skotmark fólks á netinu sem segist sannfært um að bóluefni gegn Covid hafi dregið barnið til dauða. Þetta fólk hefur níðst á manninum og sakað hann um að bera ábyrgð á dauða barnsins, jafnvel þó það hafi alls ekki dáið vegna bóluefna.

Þriðja barn Zuckerberg og Chan komið í heiminn
Mark Zuckerberg, forstjóri Meta og einn af stofnendum Facebook, og Priscilla Chan, eiginkona hans, eru búin að eignast sitt þriðja barn saman. Fyrir eiga þau börnin Max og August sem fæddust árin 2015 og 2017.

Segir aftur upp þúsundum manna
Mark Zuckerberg, forstjóri Meta (áður Facebook) tilkynnti í dag að aftur væri verið segja upp fjölmörgum starfsmönnum fyrirtækisins. Að þessu sinni eru það tíu þúsund manns verið er að segja upp og á ekki að ráða í fimm þúsund lausar stöður.

Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook
Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook.

Hópur eldri kvenna slær í gegn: Endursköpuðu hálfleiksatriði Rihönnu
Meðfylgjandi myndskeið kemur unnið hug og hjörtu netverja undanfarna daga og er sönnun þess að við erum aldrei of gömul til að sleppa af okkur beislinu, hafa gaman og lifa lífinu til hins ýtrasta.

Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir?
Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla.

Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook
„Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“

Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram
Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra.

Villibráð venjulega fólksins: „Þín bíða skilaboð á Heilsuveru“
Vinsæla kvikmyndin Villibráð fjallar um vinahóp sem hittist og ákveður að deila öllum skilaboðum og símtölum sem berast með restinni af hópnum. Krassandi skilaboð setja allt á hliðina og verður ljóst að þetta er stórhættulegur leikur.

Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook
Fjöldi daglegra notenda samfélagsmiðilsins Facebook nam tveimur milljörðum í desember síðastliðnum. Það er um fjórðungur allra jarðarbúa.

Trump snýr aftur á Facebook og Instagram
Samfélagsmiðlafyrirtækið Meta, sem rekur bæði Facebook og Instagram, hefur ákveðið að veita Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur aðgang að samfélagsmiðlunum. Honum var hent af miðlunum í kjölfar árásanna á þinghús Bandaríkjanna þann. 6. janúar 2021.