Bretland

Fréttamynd

Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012.

Erlent
Fréttamynd

Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þögul mótmæli á Austurvelli

Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum.

Innlent