
Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur
Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag.