Sveitarfélagið Hornafjörður

Fréttamynd

Vaktin: Enginn undir ísnum og að­gerðum hætt

Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um mann­gerða hella

„Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tjald­búðir fluttar upp á jökul

Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tíu ár frá opnun Hring­vegar

Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn í báðum bif­reiðum

Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Engin fíkni­efni reyndust um borð í bátnum

Engin fíkniefni reyndust vera um borð í bát sem lögreglan á Suðurlandi var með til rannsóknar. Grunur um saknæmt athæfi í tengslum við fíkniefni kom upp við tollaeftirlit í gær, eftir að báturinn kom til Hafnar í Hornafirði frá Færeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Eitt­hundrað ár frá fyrsta flugi til Ís­lands

Eitthundrað ár eru í dag, 2. ágúst, frá því flugvél var í fyrsta sinn flogið yfir úthafið til Íslands. Flugmaðurinn sem það afrekaði var Svíinn Erik H. Nelson, sem orðinn var bandarískur ríkisborgari, en flugið var hluti af hnattflugi bandaríska flughersins, fyrsta flugi sögunnar umhverfis Jörðina.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi

Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar.

Innlent
Fréttamynd

Hart er sótt að Hamars­dal

Góðir lesendur það hefur verið áhugavert að fylgjast með umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, er varðar afgreiðslu verkefnastjórnar 5 áfanga rammaáætlunar á fyrirhuguðum virkjanaáformum í Hamarsdal í fyrrum Djúpavogshreppi.

Skoðun
Fréttamynd

Fannst fyrir botni Birnudals

Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki spurst til mannsins síðan snemma í gær

Leit stendur enn yfir að manni við Skálafellsjökul á Suð-Austurlandi en mannsins hefur verið leitað síðan klukkan sjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarfólki Hornafjarðar en talið er að maðurinn sé búinn að vera einn á gangi á svæðinu síðan í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskir jöklar minnka um fjöru­tíu fer­kíló­metra á ári

Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. 

Innlent