Valur

Fréttamynd

Knattspyrnupar eignaðist son

Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð

Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen?

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja

„Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er bara kaup ársins“

Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda.

Handbolti
Fréttamynd

Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins

Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í handbolta í dag en úrslitin í keppninni ráðast með bikarveislu í Laugardalshöll 15.-18. mars.

Handbolti
Fréttamynd

„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Handbolti