Sport

Yfir­lýsing frá City með stór­sigri

Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í neinum vandræðum með nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í dag en City-menn léku við hvurn sinn fingur og unnu að lokum öruggan og þægilegan 6-0 sigur.

Enski boltinn

Stjörnukonur komnar í gang

Stjarnan vann þriggja marka sigur á Gróttu, 31-28, í Olís deild kvenna í dag. Þetta var annar sigur Garðbæinga í röð og þriðji sigurinn í síðustu fjórum leikjum.

Handbolti

Er Jokic bara að djóka?

Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets á föstudagskvöldið eftir stutta hvíld vegna meiðsla. Það var þó ekki að sjá á leik hans að hann væri að jafna sig á meiðslum en kappinn bauð upp á þrefalda tvennu eins og svo oft áður.

Körfubolti

„Ég eigin­lega barði þetta í gegn“

„Ég er ógeðslega glaður og ánægður með að byrja og fá að koma inn í þetta núna. Maður sá það kannski ekki alveg fyrir tveimur vikum. Ég er ánægður með hvernig við fórum að þessu í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, sem er mættur til leiks á HM í handbolta.

Handbolti

„Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“

„Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld.

Handbolti

Töl­fræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið.

Handbolti