Treystum þjóðinni Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. mars 2014 07:00 Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar