Þráinn er langbesti hestur sem Þórarinn hefur riðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2018 19:30 Þráinn heimsmeistari og Þórarinn Eymundsson, tamningamaður og knapi Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur. Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti. Þráinn sem er sex vetra er sonur Álfs frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum í Flóa, stór og fallegur hestur. Þórarinn er með hann í hesthúsinu sínu á Sauðárkróki en hann hefur þjálfað Þráinn síðustu tvö ár. Þórarinn er einn virtasti og besti tamningamaður og knapi landsins. Eigendur Þráins eru Hollendingar. „Hann var að slá heimsmet með því að fá hæstu aðaleinkunn sem hefur verið gefin í heimi í kynbótadómi, 8,95 og hann fékk 9,11 fyrir hæfileika og 8,70 fyrir sköpulag“, segir Þórarinn. Þórarinn nýtur stundum tækifærið og ríður út með dætrum sínum á Þráni, hér eru þær Þórgunnur, 12 ára á Flipa frá Bergsstöðum og Hjördís Halla, 8 ára á Hálegg frá Saurbæ. En allt snýst þetta um nýja heimsmeistarann. „Þetta er algjör öðlingur og alltaf verið gríðarlegt hreyfieðli í honum og svo þegar hann fer að eflast líkamlega og viljinn í honum þá eru engin takmörk fyrir því sem hann getur gert“, segir Þórarinn. Þráinn vekur mikla athygli fyrir litinn sinn enda er hann fallega skjóttur.En er Þráinn besti hestur sem Þórarinn hefur riðið og tamið? „Hann sko, nú kemur hik á mig, en eins og hann er að þróast núna þá er það, algjörlega ekki spurning“. Þráinn og Þórarinn munu koma fram á landsmóti hestamanna í Reykjavík eftir nokkrar vikur. Strax eftir mótið fer Þráinn í merar á bæinn Holtsmúla í Landsveit. Nú þegar hefur hann verið notaður á nokkrar merar í Skagafirði enda margir hestamenn sem vilja leiða hryssurnar sínar undir svona glæsilegan hest og heimsmeistara. Folatollurinn kostar 150.000 krónur.
Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira