Formaður loðdýrabænda til átján ára lokaði minkabúinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2018 21:30 Björn Halldórsson, fyrrverandi loðdýrabóndi á Akri í Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn fyrir loðskinn eigi eftir að rétta úr kútnum. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Þegar Björn sýndi okkur minkabúið sitt í Vopnafirði fyrir ellefu árum ríkti góðæri í greininni. Loðdýrabændur höfðu raunar bestu afkomu íslenskra bænda árum saman, fengu til dæmis 12.500 krónur fyrir hvert minkaskinn árið 2013 þegar framleiðslukostnaður var áætlaður um 5.000 krónur að meðaltali. En svo féll verðið, og nú er það er komið niður í 3.400 krónur meðan framleiðslukostnaður hefur hækkað í um 6.000 krónur á hvert skinn.Björn í minkabúi sínu árið 2007 þegar Stöð 2 heimsótti Vopnafjörð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Nú er Björn hættur loðdýrarækt en jafnframt lét hann í byrjun árs af formennsku í Sambandi íslenskra loðdýrabænda sem hann hafði gegnt í átján ár. „Jebb. Ég er hættur. Eftir 33 ár í bransanum þá lokuðum við sjoppunni hér í fyrra,” segir Björn þegar við ræðum við hann á hlaðinu á Akri. Sjötíu prósenta verðfall á minkaskinnum réði þó ekki úrslitum en Björn er áfram kúabóndi. „Ég er kominn á sjötugsaldur og skrokkurinn á mér, - ég er búinn að nota hann talsvert í erfiðisvinnu. Ég er ekkert viss um að hann hefði dugað mikið lengur. Þetta er erfiðisvinna.” -Þetta er ekki yfirlýsing um það að þú teljir grundvöll vera brostinn og hann sé ekkert að koma aftur? „Nei, svo langt frá því. Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um það að eftirspurn eftir loðskinnum verður áfram í heiminum. Það er einhver þúsunda ára hefð fyrir því að nota skinnavöru og það er mjög mikil eftirspurn eftir henni. Í augnablikinu, - og þetta augnablik er kannski orðið óþarflega langt, - er afleiðing af mikilli offramleiðslu sem var á árunum 2012 til 2014.”Rætt við Björn á hlaðinu á Akri á dögunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann kveðst viss um að markaðurinn rétti úr kútnum um síðir. „Ég er ekkert í vafa um það. Ég væri ekkert hissa þó að það væru 2-3 ár þangað til að þetta væri komið í almennilegt horf. Eftirspurnin er fyrir hendi og vilji fólks til þess að nýta þessa vöru, hann er fyrir hendi. Og þá kemur verðið upp þegar komið er á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Það segja allavega markaðslögmálin,” segir Björn Halldórsson, fyrrverandi loðdýrabóndi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dýr Landbúnaður Vopnafjörður Tengdar fréttir Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. 19. júlí 2010 06:00 Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Íslenskir minkabændur fengu 13.000 fyrir skinnið Ekkert lát er á verðhækkunum á minkaskinnum og heldur því uppgangur íslenskra loðdýrabænda áfram. 15. desember 2012 09:37 Ævintýralegt ár hjá minkabændum, seldu fyrir 1,5 milljarð Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu. 17. september 2012 10:48 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda síðustu átján ár er hættur loðdýrarækt. Hann kveðst þó ekki í vafa um að markaðurinn fyrir loðskinn eigi eftir að rétta úr kútnum. Rætt var við Björn Halldórsson, bónda á Akri í Vopnafirði, í fréttum Stöðvar 2. Þegar Björn sýndi okkur minkabúið sitt í Vopnafirði fyrir ellefu árum ríkti góðæri í greininni. Loðdýrabændur höfðu raunar bestu afkomu íslenskra bænda árum saman, fengu til dæmis 12.500 krónur fyrir hvert minkaskinn árið 2013 þegar framleiðslukostnaður var áætlaður um 5.000 krónur að meðaltali. En svo féll verðið, og nú er það er komið niður í 3.400 krónur meðan framleiðslukostnaður hefur hækkað í um 6.000 krónur á hvert skinn.Björn í minkabúi sínu árið 2007 þegar Stöð 2 heimsótti Vopnafjörð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Nú er Björn hættur loðdýrarækt en jafnframt lét hann í byrjun árs af formennsku í Sambandi íslenskra loðdýrabænda sem hann hafði gegnt í átján ár. „Jebb. Ég er hættur. Eftir 33 ár í bransanum þá lokuðum við sjoppunni hér í fyrra,” segir Björn þegar við ræðum við hann á hlaðinu á Akri. Sjötíu prósenta verðfall á minkaskinnum réði þó ekki úrslitum en Björn er áfram kúabóndi. „Ég er kominn á sjötugsaldur og skrokkurinn á mér, - ég er búinn að nota hann talsvert í erfiðisvinnu. Ég er ekkert viss um að hann hefði dugað mikið lengur. Þetta er erfiðisvinna.” -Þetta er ekki yfirlýsing um það að þú teljir grundvöll vera brostinn og hann sé ekkert að koma aftur? „Nei, svo langt frá því. Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um það að eftirspurn eftir loðskinnum verður áfram í heiminum. Það er einhver þúsunda ára hefð fyrir því að nota skinnavöru og það er mjög mikil eftirspurn eftir henni. Í augnablikinu, - og þetta augnablik er kannski orðið óþarflega langt, - er afleiðing af mikilli offramleiðslu sem var á árunum 2012 til 2014.”Rætt við Björn á hlaðinu á Akri á dögunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann kveðst viss um að markaðurinn rétti úr kútnum um síðir. „Ég er ekkert í vafa um það. Ég væri ekkert hissa þó að það væru 2-3 ár þangað til að þetta væri komið í almennilegt horf. Eftirspurnin er fyrir hendi og vilji fólks til þess að nýta þessa vöru, hann er fyrir hendi. Og þá kemur verðið upp þegar komið er á jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Það segja allavega markaðslögmálin,” segir Björn Halldórsson, fyrrverandi loðdýrabóndi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dýr Landbúnaður Vopnafjörður Tengdar fréttir Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. 19. júlí 2010 06:00 Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15 Íslenskir minkabændur fengu 13.000 fyrir skinnið Ekkert lát er á verðhækkunum á minkaskinnum og heldur því uppgangur íslenskra loðdýrabænda áfram. 15. desember 2012 09:37 Ævintýralegt ár hjá minkabændum, seldu fyrir 1,5 milljarð Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu. 17. september 2012 10:48 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. 19. júlí 2010 06:00
Loðdýrabændur brosa út að eyrum Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. 11. nóvember 2012 19:15
Íslenskir minkabændur fengu 13.000 fyrir skinnið Ekkert lát er á verðhækkunum á minkaskinnum og heldur því uppgangur íslenskra loðdýrabænda áfram. 15. desember 2012 09:37
Ævintýralegt ár hjá minkabændum, seldu fyrir 1,5 milljarð Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu. 17. september 2012 10:48