Á móti vindi Hörður Ægisson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Það er eitthvað mikið að hjá Icelandair. Ekki er langt síðan tilkynnt var um að stjórnarformaður flugfélagsins hefði keypt hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa ekki þekkst á meðal stjórnenda þess og hækkaði gengi bréfanna umtalsvert í kjölfarið. Tveimur vikum síðar sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun, þá þriðju á árinu, þar sem upplýst var um að tekjur yrðu talsvert lægri en áður var gert ráð fyrir og hlutabréfaverð félagsins féll um 17 prósent daginn eftir. Fullyrða má að stjórnendur fyrirtækisins hafi því aðeins fáum dögum áður, eða þann 13. ágúst þegar formaðurinn fjárfesti fyrir verulega fjárhæð í Icelandair, ekki haft upplýsingar um að útlit væri fyrir að afkoma ársins yrði mun verri en fyrri spár höfðu áætlað. Það er ekki góðs viti. Vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er vel þekktur. Gríðarleg samkeppni, sem hefur haldið niðri meðalfargjöldum, og miklar hækkanir á olíuverði hefur leitt til þess að afkoman hefur versnað til muna. Spár Icelandair um að meðalfargjöld hlytu að fara hækkandi á ný, sem flugfélagið áætlar núna að muni gerast 2019, hafa ítrekað reynst rangar og á sama tíma hefur launakostnaður haldið áfram að aukast langt umfram tekjur. Útlit er fyrir að launakostnaður sem hlutfall af tekjum á þessu ári verði um 35 prósent sem er einsdæmi í samanburði við önnur sambærileg flugfélög. Verði ekkert gert, samhliða því að félaginu tekst ekki að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið, stefnir í óefni. Fjárhagsstaða Icelandair er vitaskuld um margt sterk og félagið því í góðri stöðu til að takast á við núverandi erfiðleika, sem vonandi eru aðeins tímabundnir. Eiginfjárhlutfallið er um 30 prósent og handbært fé um 25 milljarðar. Meðal annars af þeim sökum getur Icelandair brugðist við því þegar fyrirtækið mun síðar á árinu, eins og nú virðist óumflýjanlegt eftir síðustu afkomuspá, brjóta lánaskilmála sem kveða á um að vaxtaberandi skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA félagsins. Það væri engu að síður óskhyggja að halda að hægt sé að brjóta slíka skilmála án þess að það kunni að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér, ekki hvað síst fyrir lánakjör fyrirtækisins í framtíðinni. Fá fyrirtæki skipta Íslendinga – og íslenskt efnahagslíf – jafn miklu máli og Icelandair. Eftirmanns Björgólfs Jóhannssonar, sem axlaði ábyrgð á slökum rekstri með því að segja af sér, í forstjórastól Icelandair bíður ekki öfundsvert hlutverk. Á meðal þess sem hann gæti þurft að taka til skoðunar er hvort það hafi verið rétt að ganga til samninga á sínum tíma um kaup á sextán vélum frá Boeing. Margt bendir til að svo hafi ekki verið. Eitt er að minnsta kosti víst. Félagið má ekki við því að fleiri stórar rangar ákvarðanir verði teknar á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hörður Ægisson Icelandair Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að hjá Icelandair. Ekki er langt síðan tilkynnt var um að stjórnarformaður flugfélagsins hefði keypt hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa ekki þekkst á meðal stjórnenda þess og hækkaði gengi bréfanna umtalsvert í kjölfarið. Tveimur vikum síðar sendi fyrirtækið frá sér afkomuviðvörun, þá þriðju á árinu, þar sem upplýst var um að tekjur yrðu talsvert lægri en áður var gert ráð fyrir og hlutabréfaverð félagsins féll um 17 prósent daginn eftir. Fullyrða má að stjórnendur fyrirtækisins hafi því aðeins fáum dögum áður, eða þann 13. ágúst þegar formaðurinn fjárfesti fyrir verulega fjárhæð í Icelandair, ekki haft upplýsingar um að útlit væri fyrir að afkoma ársins yrði mun verri en fyrri spár höfðu áætlað. Það er ekki góðs viti. Vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er vel þekktur. Gríðarleg samkeppni, sem hefur haldið niðri meðalfargjöldum, og miklar hækkanir á olíuverði hefur leitt til þess að afkoman hefur versnað til muna. Spár Icelandair um að meðalfargjöld hlytu að fara hækkandi á ný, sem flugfélagið áætlar núna að muni gerast 2019, hafa ítrekað reynst rangar og á sama tíma hefur launakostnaður haldið áfram að aukast langt umfram tekjur. Útlit er fyrir að launakostnaður sem hlutfall af tekjum á þessu ári verði um 35 prósent sem er einsdæmi í samanburði við önnur sambærileg flugfélög. Verði ekkert gert, samhliða því að félaginu tekst ekki að velta þessum aukna kostnaði út í verðlagið, stefnir í óefni. Fjárhagsstaða Icelandair er vitaskuld um margt sterk og félagið því í góðri stöðu til að takast á við núverandi erfiðleika, sem vonandi eru aðeins tímabundnir. Eiginfjárhlutfallið er um 30 prósent og handbært fé um 25 milljarðar. Meðal annars af þeim sökum getur Icelandair brugðist við því þegar fyrirtækið mun síðar á árinu, eins og nú virðist óumflýjanlegt eftir síðustu afkomuspá, brjóta lánaskilmála sem kveða á um að vaxtaberandi skuldir megi ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA félagsins. Það væri engu að síður óskhyggja að halda að hægt sé að brjóta slíka skilmála án þess að það kunni að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér, ekki hvað síst fyrir lánakjör fyrirtækisins í framtíðinni. Fá fyrirtæki skipta Íslendinga – og íslenskt efnahagslíf – jafn miklu máli og Icelandair. Eftirmanns Björgólfs Jóhannssonar, sem axlaði ábyrgð á slökum rekstri með því að segja af sér, í forstjórastól Icelandair bíður ekki öfundsvert hlutverk. Á meðal þess sem hann gæti þurft að taka til skoðunar er hvort það hafi verið rétt að ganga til samninga á sínum tíma um kaup á sextán vélum frá Boeing. Margt bendir til að svo hafi ekki verið. Eitt er að minnsta kosti víst. Félagið má ekki við því að fleiri stórar rangar ákvarðanir verði teknar á næstunni.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun