Skattar á reiknaða lottóvinninga Helgi Tómasson skrifar 28. maí 2019 06:30 Ég hef fengið álagningarseðil fyrir fasteignagjöld ársins 2019. Gjöldin hækka umfram verðbólgu tíunda árið í röð en þjónusta sveitarfélagsins við fasteign mína er óbreytt. Töfraformúla sveitarfélaganna reiknar mér aukinn auð og rýrir ráðstöfunartekjur mínar með skattahækkun. Ég þarf að borga skatt af lottóvinningi sem ég ekki fékk. Þessu til viðbótar þarf ég að fjármagna skattgreiðslur af reiknuðum lottóvinningum annarra fasteignaeigenda sem engan vinning fengu heldur. Ég þarf að borga hækkaðan fasteignaskatt kaupmannsins á horninu sem verður að velta honum á viðskiptavinina. Það verður viðskiptabanki minn og öll önnur fyrirtæki sem ég á viðskipti við líka að gera. Sumir halda að einhverjir aðrir borgi skatta fyrirtækja, en staðreyndin er að fyrirtækin verða að sækja allt sitt til viðskiptavina sinna. Leigusalar verða að hækka húsaleigu þegar fasteignaskattur hækkar og leigjendur að borga. Allir sem nota húsnæði borga fasteignaskatt, eigendur og leigjendur. Ég borga líka bankaskattinn, hátekjuskatt stjórnenda, innviðagjöld, bráðum kannski veggjöld og marga svipaða skatta. Þessir skattar eru ekkert tengdir tekjum. Þeir eru hærra hlutfall af tekjum lágtekjufólks en hátekjufólks. Skatta verður að borga með tekjum. Allir þessir skattar krefjast innheimtukerfis og fjölda sérfræðinga sem reikna út og innheimta skattana. Þessi flækja er fokdýr fyrir samfélagið. Formaður Sambands sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, orðaði þetta svo í Morgunblaðinu 19. desember 2018: „... fasteignaskatturinn er snúinn tekjustofn sem sveitarfélögin ráða engu um ... og byggist á flóknum reiknireglum ...“ Það þarf herdeildir iðinna opinberra starfsmanna til að framkvæma þessar flóknu skattareglur. Ófyrirsjáanlegar stökkbreytingar skatta eru hvorki hinu opinbera né skattgreiðendum til góðs. Áætlanagerð verður flóknari og óvissari hjá öllum. Áætlað eignaverð er vondur skattstofn. Flest ríki Evrópusambandsins hafa sem betur fer afnumið eignaskatta. Draugar fortíðar, eins og fasteignagjöld, háð áætluðu verðmæti, eru þó sums staðar enn við lýði, en lúta víðast takmörkunum, en fullyrða má að hvergi tíðkist að þeir leiki lausum hala eins og á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fengið álagningarseðil fyrir fasteignagjöld ársins 2019. Gjöldin hækka umfram verðbólgu tíunda árið í röð en þjónusta sveitarfélagsins við fasteign mína er óbreytt. Töfraformúla sveitarfélaganna reiknar mér aukinn auð og rýrir ráðstöfunartekjur mínar með skattahækkun. Ég þarf að borga skatt af lottóvinningi sem ég ekki fékk. Þessu til viðbótar þarf ég að fjármagna skattgreiðslur af reiknuðum lottóvinningum annarra fasteignaeigenda sem engan vinning fengu heldur. Ég þarf að borga hækkaðan fasteignaskatt kaupmannsins á horninu sem verður að velta honum á viðskiptavinina. Það verður viðskiptabanki minn og öll önnur fyrirtæki sem ég á viðskipti við líka að gera. Sumir halda að einhverjir aðrir borgi skatta fyrirtækja, en staðreyndin er að fyrirtækin verða að sækja allt sitt til viðskiptavina sinna. Leigusalar verða að hækka húsaleigu þegar fasteignaskattur hækkar og leigjendur að borga. Allir sem nota húsnæði borga fasteignaskatt, eigendur og leigjendur. Ég borga líka bankaskattinn, hátekjuskatt stjórnenda, innviðagjöld, bráðum kannski veggjöld og marga svipaða skatta. Þessir skattar eru ekkert tengdir tekjum. Þeir eru hærra hlutfall af tekjum lágtekjufólks en hátekjufólks. Skatta verður að borga með tekjum. Allir þessir skattar krefjast innheimtukerfis og fjölda sérfræðinga sem reikna út og innheimta skattana. Þessi flækja er fokdýr fyrir samfélagið. Formaður Sambands sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, orðaði þetta svo í Morgunblaðinu 19. desember 2018: „... fasteignaskatturinn er snúinn tekjustofn sem sveitarfélögin ráða engu um ... og byggist á flóknum reiknireglum ...“ Það þarf herdeildir iðinna opinberra starfsmanna til að framkvæma þessar flóknu skattareglur. Ófyrirsjáanlegar stökkbreytingar skatta eru hvorki hinu opinbera né skattgreiðendum til góðs. Áætlanagerð verður flóknari og óvissari hjá öllum. Áætlað eignaverð er vondur skattstofn. Flest ríki Evrópusambandsins hafa sem betur fer afnumið eignaskatta. Draugar fortíðar, eins og fasteignagjöld, háð áætluðu verðmæti, eru þó sums staðar enn við lýði, en lúta víðast takmörkunum, en fullyrða má að hvergi tíðkist að þeir leiki lausum hala eins og á Íslandi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar