Svört hvítasunna Ágúst Ólafur Ágústtson skrifar 12. júní 2019 07:30 Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun sinni. 1. Fjárframlög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka samanlagt um tæpa 8 milljarða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjármálaáætlunin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mánuðum. Niðurskurður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisfólks á Alþingi á fyrirhuguðum fjárveitingum til að bregðast við breyttum aðstæðum í hagkerfinu er einna mestur gagnvart öryrkjum. Það er nú ansi vond pólitík. 2. Nýsköpun og rannsóknir fá tæpa 3 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin og umhverfismálin lækka um 1,4 milljarða kr. frá því sem hafði verið tilkynnt í fjármálaáætluninni. Framtíðin fær þarna högg. 3. Framhaldsskólar fá 1,8 milljörðum kr. lægri upphæð samanlagt næstu fimm árin miðað við framlagða fjármálaáætlun og minnka heildarframlög til þeirra meira að segja næstu fimm árin þrátt fyrir loforð um að „styttingarpeningarnir“ ættu að haldast og allt tal um „menntasókn“. 4. Menning og æskulýðsmál fá tæplega 9% lækkun á heildarframlögum frá 2019 til 2024. 5. Sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin í breytingartillögunum og heilsugæsla og sérfræðiþjónusta fær um 2 milljarða kr. lækkun næstu 5 árin. 6. Hjúkrunarheimilin fá 3,3% lækkun á fjárframlögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóðarinnar. 7. Samgöngumál fá 2,8 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu fimm árin frá því sem áætlunin gerði fyrst ráð fyrir. Sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin. Þetta er allt saman gert á sama tíma og veiðileyfagjöldin eru lækkuð niður í upphæð tóbaksgjalda, lækkun bankaskatts er enn í forgangi og við höldum enn í lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Viðbrögð formanns Öryrkjabandalagsins við breytingartillögunum voru þessi: „Verða þetta málalokin, verða þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun sinni. 1. Fjárframlög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka samanlagt um tæpa 8 milljarða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjármálaáætlunin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mánuðum. Niðurskurður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisfólks á Alþingi á fyrirhuguðum fjárveitingum til að bregðast við breyttum aðstæðum í hagkerfinu er einna mestur gagnvart öryrkjum. Það er nú ansi vond pólitík. 2. Nýsköpun og rannsóknir fá tæpa 3 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin og umhverfismálin lækka um 1,4 milljarða kr. frá því sem hafði verið tilkynnt í fjármálaáætluninni. Framtíðin fær þarna högg. 3. Framhaldsskólar fá 1,8 milljörðum kr. lægri upphæð samanlagt næstu fimm árin miðað við framlagða fjármálaáætlun og minnka heildarframlög til þeirra meira að segja næstu fimm árin þrátt fyrir loforð um að „styttingarpeningarnir“ ættu að haldast og allt tal um „menntasókn“. 4. Menning og æskulýðsmál fá tæplega 9% lækkun á heildarframlögum frá 2019 til 2024. 5. Sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin í breytingartillögunum og heilsugæsla og sérfræðiþjónusta fær um 2 milljarða kr. lækkun næstu 5 árin. 6. Hjúkrunarheimilin fá 3,3% lækkun á fjárframlögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóðarinnar. 7. Samgöngumál fá 2,8 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu fimm árin frá því sem áætlunin gerði fyrst ráð fyrir. Sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin. Þetta er allt saman gert á sama tíma og veiðileyfagjöldin eru lækkuð niður í upphæð tóbaksgjalda, lækkun bankaskatts er enn í forgangi og við höldum enn í lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Viðbrögð formanns Öryrkjabandalagsins við breytingartillögunum voru þessi: „Verða þetta málalokin, verða þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?“
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun