Málsvörn hinsegin nemenda Sólveig Daðadóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:51 Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun