Flug á Íslandi í 100 ár Jón Gunnar Jónsson skrifar 3. september 2019 07:00 Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi.
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar