Bábiljan um íslenzka hestinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. desember 2019 13:00 Það eru mörg dæmi um það, að meðferð útigangshrossa hefur verið misjöfn, eftir bændum, og oft aðfinnsluverð. Ekki veit ég, hversu oft ég hef heyrt og lesið um vanrækslu, vanhald og illa meðferð á þarfasta þjóninum í gegnum áratugina. Það er því ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dögunum, þó að sumir reyni að rugla umræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangshrossa með því fárviðri, sem nú varð, og illviðráðanlegum afleiðingum þess; um 100 dýr, líka folöld og trippi, fórust með kvalafullum hætti. Þó að ill meðferð sumra bænda á útigangshrossum sínum, síðustu ár og áratugi, sé það mál, sem mér liggur helzt á hjarta, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sennilega geta varið og verndað sína hrossahjörð betur, en þeir gerðu, nú í fárviðrinu. Haustið 2014 undirritaði landbúnaðarráðherra reglugerð nr. 910/2014. Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring...“, og, „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Ennfremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis“. Í sömu reglugerð, gr. 18, segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Grundvöllur framangreindrar reglugerðar eru lög nr. 55/2013, en markmið þeirra hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Þessi lög og ofannefnd regulgerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýrahaldi. Þeir, sem geta sagt við sjálfan sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða samvizku. Hinir ekki. Það eru um 75 þúsund hestar í landinu, en aðeins húsaskjól fyrir um fimmtung þeirra, 15 þúsund dýr. Þá má spyrja, hversu víða eru varnarveggir fyrir hin 60 þúsund greyin, sem vernda þau fyrir helztu vind- og veðuráttum, þegar veðurhamfarir geysa ? Má bara setja þau út á Guð og gaddinn? Ýmsir, sem eiga að bera ábyrgð á velferð dýra - hér útigangshrossa - bæði dýralæknar, starfsmenn og sérfræðingar MAST og líka þeir, sem eiga að vera í forystu í dýraverndarmálum, eins og formaður Dýraverndarsambands Íslands - sem virðist hafa hrokkið óvart eða viljandi úr því að vera dýraverndari í það að vera bændaverndari - eru að halda því fram, að íslenzki hesturinn séu svo illu vanur frá landnámstíð - útigangi í öllum veðrum, beljandi rigningar- eða slyddustormi, hörkufrosti ofan í það, ískaldri bleytu, sem blindar og smýgur inn í merg og bein, jökulkaldri klakabrynju á baki – að honum líki þjáningin vel. Sé orðinn vanur henni. Vilji þetta endilega. – Þessu fólki finnst þetta bara fínt og sjálfsagt að halda því áfram. Það er almennt vafasamt, að vitna í eitthvað, sem gerzt hefur frá landnámstíð - í meira en þúsund ár - og nánast með ólíkindum, að vel menntað, upplýst og siðmenntað fólki, skuli reyna að réttlæta ömurlegt dýraníð okkar tíma með því, að það hafi gerzt í þúsund ár. Hér skiptir auðvitað líka máli, að, annars vegar, var veðrátta mun mildari á landnámstíma, en nú er, og, hins vegar, var landið skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“. Þessi skógur var 8 -12 m hár, þakti fjórðung landsins, að því talið er, og bættust runnar við. Auðvitað skapaði þessi skógur og gróður, auk mildari veðráttu, allt annað og betra lífsumhverfi fyrir útigangshrossin, en nú er, og er því út í hött, að nefna útihrossahald þá, í sama orðinu og útihrossahald nú. Það væri fróðlegt að heyra, hvað hrossahaldssérfræðingar og dýrsaftirlitsmenn MAST, útihrossabændur og formaður Dýraverndarsambands Íslands myndu segja, ef þeim væri gert, að dveljast næturlangt í útihrossahópi, í dæmigerðu íslenzku vetrarillviðri, þó undir tveimur eða þremur hrosshúðum væru!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru mörg dæmi um það, að meðferð útigangshrossa hefur verið misjöfn, eftir bændum, og oft aðfinnsluverð. Ekki veit ég, hversu oft ég hef heyrt og lesið um vanrækslu, vanhald og illa meðferð á þarfasta þjóninum í gegnum áratugina. Það er því ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dögunum, þó að sumir reyni að rugla umræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangshrossa með því fárviðri, sem nú varð, og illviðráðanlegum afleiðingum þess; um 100 dýr, líka folöld og trippi, fórust með kvalafullum hætti. Þó að ill meðferð sumra bænda á útigangshrossum sínum, síðustu ár og áratugi, sé það mál, sem mér liggur helzt á hjarta, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sennilega geta varið og verndað sína hrossahjörð betur, en þeir gerðu, nú í fárviðrinu. Haustið 2014 undirritaði landbúnaðarráðherra reglugerð nr. 910/2014. Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring...“, og, „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Ennfremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis“. Í sömu reglugerð, gr. 18, segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Grundvöllur framangreindrar reglugerðar eru lög nr. 55/2013, en markmið þeirra hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Þessi lög og ofannefnd regulgerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýrahaldi. Þeir, sem geta sagt við sjálfan sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða samvizku. Hinir ekki. Það eru um 75 þúsund hestar í landinu, en aðeins húsaskjól fyrir um fimmtung þeirra, 15 þúsund dýr. Þá má spyrja, hversu víða eru varnarveggir fyrir hin 60 þúsund greyin, sem vernda þau fyrir helztu vind- og veðuráttum, þegar veðurhamfarir geysa ? Má bara setja þau út á Guð og gaddinn? Ýmsir, sem eiga að bera ábyrgð á velferð dýra - hér útigangshrossa - bæði dýralæknar, starfsmenn og sérfræðingar MAST og líka þeir, sem eiga að vera í forystu í dýraverndarmálum, eins og formaður Dýraverndarsambands Íslands - sem virðist hafa hrokkið óvart eða viljandi úr því að vera dýraverndari í það að vera bændaverndari - eru að halda því fram, að íslenzki hesturinn séu svo illu vanur frá landnámstíð - útigangi í öllum veðrum, beljandi rigningar- eða slyddustormi, hörkufrosti ofan í það, ískaldri bleytu, sem blindar og smýgur inn í merg og bein, jökulkaldri klakabrynju á baki – að honum líki þjáningin vel. Sé orðinn vanur henni. Vilji þetta endilega. – Þessu fólki finnst þetta bara fínt og sjálfsagt að halda því áfram. Það er almennt vafasamt, að vitna í eitthvað, sem gerzt hefur frá landnámstíð - í meira en þúsund ár - og nánast með ólíkindum, að vel menntað, upplýst og siðmenntað fólki, skuli reyna að réttlæta ömurlegt dýraníð okkar tíma með því, að það hafi gerzt í þúsund ár. Hér skiptir auðvitað líka máli, að, annars vegar, var veðrátta mun mildari á landnámstíma, en nú er, og, hins vegar, var landið skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“. Þessi skógur var 8 -12 m hár, þakti fjórðung landsins, að því talið er, og bættust runnar við. Auðvitað skapaði þessi skógur og gróður, auk mildari veðráttu, allt annað og betra lífsumhverfi fyrir útigangshrossin, en nú er, og er því út í hött, að nefna útihrossahald þá, í sama orðinu og útihrossahald nú. Það væri fróðlegt að heyra, hvað hrossahaldssérfræðingar og dýrsaftirlitsmenn MAST, útihrossabændur og formaður Dýraverndarsambands Íslands myndu segja, ef þeim væri gert, að dveljast næturlangt í útihrossahópi, í dæmigerðu íslenzku vetrarillviðri, þó undir tveimur eða þremur hrosshúðum væru!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun