Óþægilega sýnileg? Stjórn Samtakanna '78 skrifar 8. ágúst 2020 07:00 Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Sjá meira
Í dag hefði Gleðigangan átt að hlykkjast um stræti Reykjavíkur með tilheyrandi látum, gáska, glimmeri og skýrum skilaboðum í bland. Gleðigangan er sannkölluð sýnileikasprengja sem er venjulega endapunktur nokkurra daga hátíðar þar sem baráttugleði og seigla hinsegin samfélagsins er í fyrirrúmi. Hinsegin dagar eru okkar tími til þess að fá að vera við sjálf, án þess að afsaka okkur og án þess að fela okkur. Sá tími árs þar sem við erum ekki frávik í umræðunni. Stjórn Hinsegin daga tók þá ábyrgu og góðu ákvörðun að fella niður eða fresta allri dagskrá hátíðarinnar, með tilheyrandi tómleikatilfinningu fyrir okkur sem hlökkum til allt árið. Í stað stórrar göngu og fjölbreyttra viðburða hefur sýnileiki hinsegin fólks því tekið á sig aðra mynd í vikunni, m.a. í dagskrá RÚV. Af ljótri, en þó blessunarlega afmarkaðri, umræðu á netinu má sjá að sumt fólk hefur átt erfitt með að kyngja því að þættir um hinsegin fólk hafi verið sýndir á besta tíma í nokkra daga í röð. Við vitum að aðeins brotabrot þeirra sem upplifa þessar tilfinningar láta þær flakka á opinberum vettvangi. Góðu fréttirnar fyrir þennan hóp eru þær að nú getur fólk loksins gert sér í hugarlund hvernig það er að alast upp án fjölbreyttra fyrirmynda á skjánum. Hvernig það er að sjá nánast aldrei sjálf sig eða sinn veruleika endurspeglast í kvikmyndum, sjónvarpi eða bókmenntum. Það var veruleiki okkar allra sem hér skrifum og við ætlum ekki að sitja undir því að það teljist eðlileg skoðun að þannig eigi það að vera. Við eigum betra skilið, hinsegin ungmenni eiga betra skilið og eldra hinsegin fólk á sko aldeilis betra skilið. Sýnileiki okkar er tímabær. Fólk gleymir því kannski, en hjá hinsegin fólki eru allir dagar hinsegin. Við verðum fyrir öráreiti allt árið um kring, við söknum sýnileikans allt árið um kring. Við breytum bókum fyrir börnin okkar svo þau megi fá fyrirmyndir og speglun allt árið um kring. Við fetum þá fínu línu að vera stolt og sýnileg, fyrir okkur sjálf sem og þau sem yngri eru, en látum jafnframt lítið fyrir okkur fara í aðstæðum þar sem við gætum orðið fyrir ofbeldi allt árið um kring. Við sættum okkur við að sögur gagnkynhneigðs sís fólks séu sagðar allt árið um kring, þær upphafðar og stillt upp eins og þær fangi veruleika allra. En nú eru Hinsegin dagar. Þeir eru uppbrot á því sem telst venjulegt og þess vegna eru þeir svona mikilvægir. Nú fær hinsegin samfélagið eina viku þar sem okkar raunveruleiki er sýndur og fólk eins og við er í aðalhlutverki. Fjölbreyttar fyrirmyndir, ólíkar upplifanir og allskonar fólk er mikilvægt fyrir allt samfélagið, ekki bara hinsegin fólk. Þegar við setjum okkur í spor hvers annars stuðlum við að samkennd og kærleika. Við hvetjum fólk til þess að æfa sig í því í dag og alla aðra daga. Gleðilega hinsegin daga. Stjórn Samtakanna ‘78.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun