Heimsóknabann og möguleg samskipti Birgir Guðjónsson skrifar 19. mars 2020 10:00 Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar