Kóvitar, sérfræðingar og óvitar Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2020 17:30 Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun