Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 14:15 Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Alþingi Viðreisn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun