Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2021 09:32 Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er höfundur skýrslunnar um Fossvogsskóla frá því í desember. Á myndinni má sjá sveppinn sem fannst og getur valdið skaðlegri mengun. Vísir Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. Reykjavíkurborg réðst í miklar endurbætur á Fossvogsskóla haustið 2019 eftir að miklar rakaskemmdir og mygla fundust í húsnæði skólans. Í janúar á síðasta ári komu aftur fram rakaskemmdir og kom fram að leki og skemmdir urðu lagfærðar. Alls hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Foreldrar, nemendur og starfsfólk skólans hafa síendurtekið komið fram í fjölmiðlum og líst veikindum og óþoli sem það rekur til myglu og raka í skólanum. Þá sagði móðir stúlku í Fossvogsskóla í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri afar ósátt við að ekki væri brugðist við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima vegna myglu í skólanum. Þá hefur jafnvel komið fram hjá borgarfulltrúa að hann vilji helst láta rífa skólann. Svarta skýrslan Svarta skýrslan sem þarna er vísað til var gerð af Náttúrufræðistofnun Íslands í desember. Verkís sem hefur séð um að rannsaka skólann með tilliti til myglu og raka fékk Náttúrufræðistofnun til að kanna hvort og hve mikið væri af myglusveppum í skólanum síðasta sumar og var rannsóknin svo endurtekin í desember síðastliðnum. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er höfundur skýrslunnar frá því í desember. „Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman sýni í skólanum frá því í desember við þau sem voru tekin í sumarlok á síðasta ári. Í millitíðinni var skólinn þrifinn sérlega vel í því skyni að fjarlægja sveppagró sem gætu verðið ennþá til staðar eftir að sveppamengað byggingarefni var fjarlægt úr byggingunni. Niðurstaðan í desember var að almennt var minna um myglu í síðari sýnatöku en í þeirri fyrri. Miðað við það hversu fáar myglur uxu upp í þessari sýnatöku þá var þó hlutfallslega mikið af kúlustrýnebbu sem getur myndað sveppaeiturefni og valdið ofnæmisviðbrögðum. “ segir Guðríður. Eins og nál í heystakki Hún segir að ennþá sé ekki vitað hvar upptök þessarar mengunar eru í skólanum. „Við veltum fyrir okkur hvort að einhver blettur í skólanum sé ennþá myglaður en yfirleitt eru þessi sveppagró í spónaplötum. Ef þarna er um að ræða spónaplötu sem hefur blotnað þá getur mygla og gró þaðan verið að dreifa frá sér innan skólans. Ég tel að enn sé verið að reyna að finna upptök þessarar tilteknu myglu í skólanum. Það er hins vegar afar erfitt. Þetta gæti verið ein spónaplata sem er vel falin einhvers staðar í veggjum í þessum stóra skóla. Það er gríðarlegt nákvæmnisverk að hreinsa svona stór hús alfarið af myglu. Þá þarf líka að fara afar varlega þegar mygla er hreinsuð út svo hún dreifi sér ekki í inniloftið. Það ryk getur verið að koma niður í margar vikur eftir hreinsun“ segir hún. Fram hafa komið vangaveltur um hvort ekki þurfi bara að rífa skólann. Guðríður telur það of langt gengið. „Mér finnst nú kannski óþarfi að rífa skólann úr því mjög margt fólk getur þolað við inní honum án þess að verða veikt. Hann virðist nothæfur fyrir þá sem eru ekki orðnir næmir fyrir sveppnum og mengun frá honum. Mér finnst líklegt að ástandið nú dugi fyrir flesta heilbrigða einstaklinga en maður veit aldrei. Mér hefur sýnist að verið sé að leggja sig fram um að finna lausn á þessum vanda,“ segir Guðríður. Verst fyrir þá sem eru viðkvæmir Aðspurð um hvort mengunin sem mældist í febrúar geti valdið heilbrigðu fólki heilsutjóni svarar Guðríður. „Það var væntanlega mun meira af þessum skaðlega svepp áður en farið var í lagfæringar og hreingerningu sem nú hefur verið ráðist í. Miðað við það magn sem nú mælist þá reikna ég með að flestir heilbrigðir einstaklingar ættu að þola það. Þeir sem hafa hins vegar veikst vegna fyrra ástands þola hins vegar alla myglu og myglugró oft afar illa. Það fólk lendir í miklum vandræðum og getur ekki verið á mygluðum stöðum, jafnvel þó að myglan sé mjög lítil. Fyrri einkenni geta þá tekið sig upp og fólk jafnvel verið veikt í 2-3 daga eftir snertingu við myglu. Það er svo víða einhver mygla í húsum að þetta getur skapað þessum einstaklingum miklum vandræðum,“ segir Guðríður. Aðspurð um hver hún telji að lausnin gæti þá verið núna fyrir þá sem eru með mygluóþol fyrir svarar Guðríður. „Þegar vandinn kom upp fyrst voru færanlegar kennslustofur notaðar fyrir þá nemendur sem höfðu veikst og mér skilst að það hafi gengið vel. Mögulega þarf að taka þær aftur í notkun fyrir þessa nemendur. Svo getur verið að þeir nemendur sem eru með mygluóþol verði mögulega að færa sig annað í umhverfi,“ segir Guðríður. Enn geta heilbrigði einstaklingar ekki veikst nú þó að minna sé af kúlustrýnebbu en áður? „Það er nú alveg ómöglegt að segja. Það getur í raun verið mygla alls staðar. Fólk er með mismikið þol fyrir mengun af völdum sveppa og ef farið er upp fyrir það þá er ekki aftur snúið, þá er viðkomandi orðinn ofurnæmur fyrir þessu. Stundum þarf bara eitt korn til að fylla mælinn og hvaðan það kemur er ekki gott að segja,“ segir Guðríður. Guðríður segir afar mikilvægt að sinna viðhaldi húsa til að koma í veg fyrir mygluskemmdir. „Það þarf að sinna viðhaldi reglulega og um leið og það kemur raki þá þarf að laga það. Það þýðir ekki að fresta viðhaldi, það kemur bara í bakið á manni,“ segir Guðríður að lokum. Mygla í Fossvogsskóla Heilbrigðismál Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Falleinkunn í Fossvogsskóla Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu. 19. febrúar 2021 11:01 Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Reykjavíkurborg réðst í miklar endurbætur á Fossvogsskóla haustið 2019 eftir að miklar rakaskemmdir og mygla fundust í húsnæði skólans. Í janúar á síðasta ári komu aftur fram rakaskemmdir og kom fram að leki og skemmdir urðu lagfærðar. Alls hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Foreldrar, nemendur og starfsfólk skólans hafa síendurtekið komið fram í fjölmiðlum og líst veikindum og óþoli sem það rekur til myglu og raka í skólanum. Þá sagði móðir stúlku í Fossvogsskóla í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún væri afar ósátt við að ekki væri brugðist við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima vegna myglu í skólanum. Þá hefur jafnvel komið fram hjá borgarfulltrúa að hann vilji helst láta rífa skólann. Svarta skýrslan Svarta skýrslan sem þarna er vísað til var gerð af Náttúrufræðistofnun Íslands í desember. Verkís sem hefur séð um að rannsaka skólann með tilliti til myglu og raka fékk Náttúrufræðistofnun til að kanna hvort og hve mikið væri af myglusveppum í skólanum síðasta sumar og var rannsóknin svo endurtekin í desember síðastliðnum. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er höfundur skýrslunnar frá því í desember. „Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman sýni í skólanum frá því í desember við þau sem voru tekin í sumarlok á síðasta ári. Í millitíðinni var skólinn þrifinn sérlega vel í því skyni að fjarlægja sveppagró sem gætu verðið ennþá til staðar eftir að sveppamengað byggingarefni var fjarlægt úr byggingunni. Niðurstaðan í desember var að almennt var minna um myglu í síðari sýnatöku en í þeirri fyrri. Miðað við það hversu fáar myglur uxu upp í þessari sýnatöku þá var þó hlutfallslega mikið af kúlustrýnebbu sem getur myndað sveppaeiturefni og valdið ofnæmisviðbrögðum. “ segir Guðríður. Eins og nál í heystakki Hún segir að ennþá sé ekki vitað hvar upptök þessarar mengunar eru í skólanum. „Við veltum fyrir okkur hvort að einhver blettur í skólanum sé ennþá myglaður en yfirleitt eru þessi sveppagró í spónaplötum. Ef þarna er um að ræða spónaplötu sem hefur blotnað þá getur mygla og gró þaðan verið að dreifa frá sér innan skólans. Ég tel að enn sé verið að reyna að finna upptök þessarar tilteknu myglu í skólanum. Það er hins vegar afar erfitt. Þetta gæti verið ein spónaplata sem er vel falin einhvers staðar í veggjum í þessum stóra skóla. Það er gríðarlegt nákvæmnisverk að hreinsa svona stór hús alfarið af myglu. Þá þarf líka að fara afar varlega þegar mygla er hreinsuð út svo hún dreifi sér ekki í inniloftið. Það ryk getur verið að koma niður í margar vikur eftir hreinsun“ segir hún. Fram hafa komið vangaveltur um hvort ekki þurfi bara að rífa skólann. Guðríður telur það of langt gengið. „Mér finnst nú kannski óþarfi að rífa skólann úr því mjög margt fólk getur þolað við inní honum án þess að verða veikt. Hann virðist nothæfur fyrir þá sem eru ekki orðnir næmir fyrir sveppnum og mengun frá honum. Mér finnst líklegt að ástandið nú dugi fyrir flesta heilbrigða einstaklinga en maður veit aldrei. Mér hefur sýnist að verið sé að leggja sig fram um að finna lausn á þessum vanda,“ segir Guðríður. Verst fyrir þá sem eru viðkvæmir Aðspurð um hvort mengunin sem mældist í febrúar geti valdið heilbrigðu fólki heilsutjóni svarar Guðríður. „Það var væntanlega mun meira af þessum skaðlega svepp áður en farið var í lagfæringar og hreingerningu sem nú hefur verið ráðist í. Miðað við það magn sem nú mælist þá reikna ég með að flestir heilbrigðir einstaklingar ættu að þola það. Þeir sem hafa hins vegar veikst vegna fyrra ástands þola hins vegar alla myglu og myglugró oft afar illa. Það fólk lendir í miklum vandræðum og getur ekki verið á mygluðum stöðum, jafnvel þó að myglan sé mjög lítil. Fyrri einkenni geta þá tekið sig upp og fólk jafnvel verið veikt í 2-3 daga eftir snertingu við myglu. Það er svo víða einhver mygla í húsum að þetta getur skapað þessum einstaklingum miklum vandræðum,“ segir Guðríður. Aðspurð um hver hún telji að lausnin gæti þá verið núna fyrir þá sem eru með mygluóþol fyrir svarar Guðríður. „Þegar vandinn kom upp fyrst voru færanlegar kennslustofur notaðar fyrir þá nemendur sem höfðu veikst og mér skilst að það hafi gengið vel. Mögulega þarf að taka þær aftur í notkun fyrir þessa nemendur. Svo getur verið að þeir nemendur sem eru með mygluóþol verði mögulega að færa sig annað í umhverfi,“ segir Guðríður. Enn geta heilbrigði einstaklingar ekki veikst nú þó að minna sé af kúlustrýnebbu en áður? „Það er nú alveg ómöglegt að segja. Það getur í raun verið mygla alls staðar. Fólk er með mismikið þol fyrir mengun af völdum sveppa og ef farið er upp fyrir það þá er ekki aftur snúið, þá er viðkomandi orðinn ofurnæmur fyrir þessu. Stundum þarf bara eitt korn til að fylla mælinn og hvaðan það kemur er ekki gott að segja,“ segir Guðríður. Guðríður segir afar mikilvægt að sinna viðhaldi húsa til að koma í veg fyrir mygluskemmdir. „Það þarf að sinna viðhaldi reglulega og um leið og það kemur raki þá þarf að laga það. Það þýðir ekki að fresta viðhaldi, það kemur bara í bakið á manni,“ segir Guðríður að lokum.
Mygla í Fossvogsskóla Heilbrigðismál Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Falleinkunn í Fossvogsskóla Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu. 19. febrúar 2021 11:01 Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42
„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16
Falleinkunn í Fossvogsskóla Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu. 19. febrúar 2021 11:01
Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29