Horfum til heildarhagsmuna Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. apríl 2021 08:00 Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar