Horfum til heildarhagsmuna Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. apríl 2021 08:00 Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun