Kofabyggðirnar Ingvar Arnarson skrifar 22. apríl 2021 17:31 Nú á dögunum kom fram hugmynd frá meirihlutanum að reisa færanlegar kennslustofur við Sunnuhvol á Vífilsstöðum til að fjölga leikskólaplássum í Garðabæ. Þessari hugmynd er ætlað að mæta skorti á leikskólaplássum og í raun skyndilausn sem ætti ekki að þurfa að grípa til ef vandað er til verka við áætlun íbúafjölgunar og framkvæmda. Það var fyrir löngu orðið ljóst að íbúafjölgun í Garðabæ væri meiri en áætluð var af meirihlutanum. Við í Garðabæjarlistanum höfum fyrir löngu bent á að þessi áætlun meirihlutans stæðist ekki skoðun, það er heldur betur að koma á daginn. En á hverjum bitnar þessi vanáætlun, jú hún bitnar fyrst og fremst á barnafjölskyldum og leiðir af sér hina frægu kofa. Staða sem er algjörlega ólíðandi. Við höfum lagt fram tillögur um að áætlanir um uppbyggingu leikskóla verði gerðar þannig að Garðbæingar þurfi ekki að lenda í þessum aðstæðum, en þeim hefur yfirleitt verið hafnað eða svæfðar í nefndum. Hvers vegna eru kofarnir ekki tímabundin aðgerð í Garðabæ? Í gegnum tíðina hefur Garðabær þurft að koma fyrir færanlegum kennslustofum við leik- og grunnskóla og oft hefur það verið nauðsynlegt sem tímabundin aðgerð í nýjum hverfum á meðan stórt hlutfall af barnafjölskyldum býr í hverfinu. En skoðum nú aðeins hvar þessir kofar eru, við sem höfum alist upp í Garðabæ munum eftir kofum við Flataskóla í fjölda ára eða allt þar til skólinn var stækkaður í nokkrar áttir, með marga anga líkt og alþjóðaflugvöllur. Þegar þeir kofar fóru komu aðrir við Garðaskóla og standa þar enn. Við Hofsstaðaskóla og á Álftanesi hafa verið kofar við skólana í fjölda ára og ekki má nú gleyma gámunum við Alþjóðaskólann. Stöndum við stóru orðin – vöndum til verka Það sem er aftur á móti jákvætt er að það er verið að bregðast við skorti á leikskólaplássum, ég vona svo sannarlega að þessar færanlegu stofur verði komnar í gagnið fyrir haustið og það takist að manna þær stöður sem skapast, þannig verður vonandi hægt að tryggja öllum börnum í Garðabæ leikskólapláss. Einnig vona ég að þetta verði til þess að við uppbyggingu hverfa verði ráðist í að byggja upp leik- og grunnskóla áður en þau hvefin fyllast af börnum. Fyrir mér eru þessir varanlegu kofar minnisvarði um vanáætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Ingvar Arnarson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum kom fram hugmynd frá meirihlutanum að reisa færanlegar kennslustofur við Sunnuhvol á Vífilsstöðum til að fjölga leikskólaplássum í Garðabæ. Þessari hugmynd er ætlað að mæta skorti á leikskólaplássum og í raun skyndilausn sem ætti ekki að þurfa að grípa til ef vandað er til verka við áætlun íbúafjölgunar og framkvæmda. Það var fyrir löngu orðið ljóst að íbúafjölgun í Garðabæ væri meiri en áætluð var af meirihlutanum. Við í Garðabæjarlistanum höfum fyrir löngu bent á að þessi áætlun meirihlutans stæðist ekki skoðun, það er heldur betur að koma á daginn. En á hverjum bitnar þessi vanáætlun, jú hún bitnar fyrst og fremst á barnafjölskyldum og leiðir af sér hina frægu kofa. Staða sem er algjörlega ólíðandi. Við höfum lagt fram tillögur um að áætlanir um uppbyggingu leikskóla verði gerðar þannig að Garðbæingar þurfi ekki að lenda í þessum aðstæðum, en þeim hefur yfirleitt verið hafnað eða svæfðar í nefndum. Hvers vegna eru kofarnir ekki tímabundin aðgerð í Garðabæ? Í gegnum tíðina hefur Garðabær þurft að koma fyrir færanlegum kennslustofum við leik- og grunnskóla og oft hefur það verið nauðsynlegt sem tímabundin aðgerð í nýjum hverfum á meðan stórt hlutfall af barnafjölskyldum býr í hverfinu. En skoðum nú aðeins hvar þessir kofar eru, við sem höfum alist upp í Garðabæ munum eftir kofum við Flataskóla í fjölda ára eða allt þar til skólinn var stækkaður í nokkrar áttir, með marga anga líkt og alþjóðaflugvöllur. Þegar þeir kofar fóru komu aðrir við Garðaskóla og standa þar enn. Við Hofsstaðaskóla og á Álftanesi hafa verið kofar við skólana í fjölda ára og ekki má nú gleyma gámunum við Alþjóðaskólann. Stöndum við stóru orðin – vöndum til verka Það sem er aftur á móti jákvætt er að það er verið að bregðast við skorti á leikskólaplássum, ég vona svo sannarlega að þessar færanlegu stofur verði komnar í gagnið fyrir haustið og það takist að manna þær stöður sem skapast, þannig verður vonandi hægt að tryggja öllum börnum í Garðabæ leikskólapláss. Einnig vona ég að þetta verði til þess að við uppbyggingu hverfa verði ráðist í að byggja upp leik- og grunnskóla áður en þau hvefin fyllast af börnum. Fyrir mér eru þessir varanlegu kofar minnisvarði um vanáætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun