Þeir fiska sem róa Helga Björg Loftsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:31 Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Sjávarútvegur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar