Við misstum boltann Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 08:31 Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Það verður að viðurkennast að þetta ferli sem Fossvogsskóli hefur farið í gegn um á þessu kjörtímabili og því síðasta, vegna rakaskemmda og myglu, hefur ekki verið gott. Of mikið hefur einkennst af samskiptaskorti við foreldra og tregðu sem hefur grafið undan trausti foreldranna í hverfinu. Trausti sem við þurfum nú að byggja upp á nýtt. Upplýsingaflæðið þarf að vera betra Sem formaður borgarráðs stóð ég í þeirri trú að verkefnið væri í góðum farvegi eftir að málin voru tekin föstum tökum í borgarráði í mars sl. þegar ákveðið var að mynda verkefnastjórn með sérfræðingum, fulltrúum borgarinnar og foreldrum. Hóp sem innihélt fulltrúa frá verkfræðistofunni Eflu, að ósk foreldra. Verkefni þessarar verkefnastjórnar var að tryggja aðkomu allra að verkefninu, gott upplýsingaflæði og faglega og góða ákvarðanatöku. Í lok júlí samþykkti borgarráð svo að nemendur í 1.-3. bekk myndu stunda nám í færanlegum húsum á lóð skólans, að ósk foreldra, í stað þess að þessir nemar færu daglega með rútu í Korpuskóla í allan vetur. Við, í pólitíkinni héldum að þetta ferli gengi vel, í fullri sátt við foreldra barna í skólanum, þar til fréttir bárust af skólabyrjun í síðustu viku. Þarna misstum við boltann. En hratt var brugðist við og ég vona að sú lausn sem komið var niður á sé ásættanleg til skamms tíma. Grenndarkynningu á að ljúka á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst. Ef engar athugasemdir berast verður trúlegast hægt að gefa út byggingaleyfi í næstu viku. Ef athugasemdir berast þarf auðvitað að bregðast við. Börn í 2. og 3. bekk geta því vonandi innan fárra vikna komið aftur á Fossvogssskólalóðina. Við þurfum að taka faglegar á myglumálum Mygla getur komið upp í öllu húsnæði borgarinnar, ekki bara í skólunum. Reykjavík þarf því að vera undirbúin undir það að takast á við breytingu á starfsemi þegar upp koma rakaskemmdir og mygla í mjög mismunandi umhverfi. Við þurfum að taka faglegar á slíkum málum. Því töldum við rétt að leggja það fyrir borgarráð að búinn yrði til nýr vinnsluferill sem yrði fylgt þegar upp koma myglumál í fasteignum borgarinnar. Þessi nýi ferill er á lokametrunum og verður vonandi kynntur í byrjun september. Þessi nýi ferill mun ekki taka til baka þann tíma sem foreldrar og starfsmenn í Fossvogsskóla hafa varið til að berjast fyrir bættum og heilnæmari skóla. En Reykjavíkurborg þarf að passa að sami vandi komi ekki upp í öðru húsnæði. Myglumál eru verulega flókin og mikilvægt að setja slík mál strax í öruggt og gott ferli, þar sem ábyrgð á verkefnum er skýr, tekið er á samhæfingu á milli fagsviða og tryggt að allir starfi vel saman og að upplýsingar berist með bættri samskiptaáætlun. Á þetta hefur skort í Fossvogsskóla og við verðum, og við viljum, gera betur. Allt samfélagið þarf að bregðast við vaxandi mygluvanda Annar lærdómur í Fossvogsskólamálinu snýr að því hvernig tekið er á myglu almennt. Við þurfum betri leiðbeiningar frá umhverfisráðuneyti um hvernig meta skuli óheilbrigt loft í húsum og hvenær þurfi að bregðast við. Það er víða gró í húsum en það skiptir máli hvar hún er, um hvernig gró er að ræða og hversu mikið af henni er. Þarna þarf Heilbrigðiseftirlitið skýrari leiðbeiningar til að fylgja. Einnig þurfa Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknir að birta leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um meðhöndlun einstaklinga með einkenni vegna myglu. Þetta segi ég ekki til að varpa neinni ábyrgð frá Reykjavíkurborg, heldur sjáum við af tíðum fréttum af raka vandamálum og myglu í opinberum byggingum um allt land að þetta er viðvarandi vandamál sem þarf að takast á við og hafa alla ferla klára. Þá er einnig að finna raka og myglu í húsnæði í einkaeigu og þurfa heilsugæslur um allt land að geta gripið einstaklinga með einkenni vegna þessa vanda og vísað í rétta meðhöndlun. Hér er því verk að vinna og við verðum að gera það vel, því hér er heilsa og líf fólks undir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Það verður að viðurkennast að þetta ferli sem Fossvogsskóli hefur farið í gegn um á þessu kjörtímabili og því síðasta, vegna rakaskemmda og myglu, hefur ekki verið gott. Of mikið hefur einkennst af samskiptaskorti við foreldra og tregðu sem hefur grafið undan trausti foreldranna í hverfinu. Trausti sem við þurfum nú að byggja upp á nýtt. Upplýsingaflæðið þarf að vera betra Sem formaður borgarráðs stóð ég í þeirri trú að verkefnið væri í góðum farvegi eftir að málin voru tekin föstum tökum í borgarráði í mars sl. þegar ákveðið var að mynda verkefnastjórn með sérfræðingum, fulltrúum borgarinnar og foreldrum. Hóp sem innihélt fulltrúa frá verkfræðistofunni Eflu, að ósk foreldra. Verkefni þessarar verkefnastjórnar var að tryggja aðkomu allra að verkefninu, gott upplýsingaflæði og faglega og góða ákvarðanatöku. Í lok júlí samþykkti borgarráð svo að nemendur í 1.-3. bekk myndu stunda nám í færanlegum húsum á lóð skólans, að ósk foreldra, í stað þess að þessir nemar færu daglega með rútu í Korpuskóla í allan vetur. Við, í pólitíkinni héldum að þetta ferli gengi vel, í fullri sátt við foreldra barna í skólanum, þar til fréttir bárust af skólabyrjun í síðustu viku. Þarna misstum við boltann. En hratt var brugðist við og ég vona að sú lausn sem komið var niður á sé ásættanleg til skamms tíma. Grenndarkynningu á að ljúka á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst. Ef engar athugasemdir berast verður trúlegast hægt að gefa út byggingaleyfi í næstu viku. Ef athugasemdir berast þarf auðvitað að bregðast við. Börn í 2. og 3. bekk geta því vonandi innan fárra vikna komið aftur á Fossvogssskólalóðina. Við þurfum að taka faglegar á myglumálum Mygla getur komið upp í öllu húsnæði borgarinnar, ekki bara í skólunum. Reykjavík þarf því að vera undirbúin undir það að takast á við breytingu á starfsemi þegar upp koma rakaskemmdir og mygla í mjög mismunandi umhverfi. Við þurfum að taka faglegar á slíkum málum. Því töldum við rétt að leggja það fyrir borgarráð að búinn yrði til nýr vinnsluferill sem yrði fylgt þegar upp koma myglumál í fasteignum borgarinnar. Þessi nýi ferill er á lokametrunum og verður vonandi kynntur í byrjun september. Þessi nýi ferill mun ekki taka til baka þann tíma sem foreldrar og starfsmenn í Fossvogsskóla hafa varið til að berjast fyrir bættum og heilnæmari skóla. En Reykjavíkurborg þarf að passa að sami vandi komi ekki upp í öðru húsnæði. Myglumál eru verulega flókin og mikilvægt að setja slík mál strax í öruggt og gott ferli, þar sem ábyrgð á verkefnum er skýr, tekið er á samhæfingu á milli fagsviða og tryggt að allir starfi vel saman og að upplýsingar berist með bættri samskiptaáætlun. Á þetta hefur skort í Fossvogsskóla og við verðum, og við viljum, gera betur. Allt samfélagið þarf að bregðast við vaxandi mygluvanda Annar lærdómur í Fossvogsskólamálinu snýr að því hvernig tekið er á myglu almennt. Við þurfum betri leiðbeiningar frá umhverfisráðuneyti um hvernig meta skuli óheilbrigt loft í húsum og hvenær þurfi að bregðast við. Það er víða gró í húsum en það skiptir máli hvar hún er, um hvernig gró er að ræða og hversu mikið af henni er. Þarna þarf Heilbrigðiseftirlitið skýrari leiðbeiningar til að fylgja. Einnig þurfa Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknir að birta leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um meðhöndlun einstaklinga með einkenni vegna myglu. Þetta segi ég ekki til að varpa neinni ábyrgð frá Reykjavíkurborg, heldur sjáum við af tíðum fréttum af raka vandamálum og myglu í opinberum byggingum um allt land að þetta er viðvarandi vandamál sem þarf að takast á við og hafa alla ferla klára. Þá er einnig að finna raka og myglu í húsnæði í einkaeigu og þurfa heilsugæslur um allt land að geta gripið einstaklinga með einkenni vegna þessa vanda og vísað í rétta meðhöndlun. Hér er því verk að vinna og við verðum að gera það vel, því hér er heilsa og líf fólks undir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun