Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni) Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2021 08:31 Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Betur færi á því að hún myndi skýra stefnu eigin flokks sem snýst um að standa vörð um óbreytt fyrirkomulag, þrátt fyrir að það hafi verið uppspretta deilna svo árum og áratugum skipti. Sú afstaða er undarleg. Tímabinding og sanngjarnt gjald Viðreisn vill skapa sátt um sjávarútveginn með því að tímabinda aðgang að þessari mikilvægu auðlind og tryggja að sanngjarnt gjald sé greitt fyrir nýtingu hennar. Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda er bæði flókið og ógagnsætt. Til viðbótar hefur sýnt sig margoft síðustu ár að það er háð duttlungum stjórnmálanna. Við viljum breyta því. Með því að setja ákveðinn hluta kvótans á markað á hverju ári tryggjum við að gjaldið muni ráðast af framboði og eftirspurn innan greinarinnar, að sanngjarnt markaðsverð fáist fyrir aðgang að auðlindinni og að umgjörð sjávarútvegs verði skýr, gagnsæ og stöðug til frambúðar. Evrópusambandið Stefna Viðreisnar um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið er ótengt mál. Það er einfaldlega löngu tímabært að þjóðin fái að segja hug sinn þar. Að henni verði leyft að láta í ljós skoðun sína á því hvort við eigum að halda áfram og ljúka aðildarviðræðunum – og fá að hreint hvað innganga í þetta samband fullvalda Evrópuþjóða muni nákvæmlega fela í sér. Greining Diljár á sjávarútvegslöggjöf Evrópusambandsins stenst heldur ekki skoðun. Samkvæmt löggjöfinni er mat á heildaraflanum, sem leyfilegt er að veiða, byggt á rannsóknum viðeigandi stofnunar hverrar þjóðar. Hér á landi yrði matið því í höndum Hafrannsóknastofnunar. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem fiskveiðistefna ESB byggir á, felur í sér að hlutfall ríkja í þeim heildarafla sem þjóðirnar ákveða sjálfar haldist stöðugt og byggist á veiðireynslu. Sú veiðireynsla á Íslandsmiðum er alfarið Íslendinga. Leyfi til veiða eru sömuleiðis veitt samkvæmt löggjöf hvers aðildarríkis. Vegna þess hvernig löggjafarþing Evrópusambandsins er uppbyggt er hægara sagt en gert að breyta þessu. Okkar eigin löggjöf er mun viðkvæmari fyrir breytingum en hin evrópska. Sést það meðal annars í því hversu auðvelt hefur verið fyrir þingmenn meirihlutans hér á landi að breyta reiknireglum um veiðigjaldið þannig að fjárhæð þess hefur ítrekað verið lækkuð. Fríverslunarparadísin Ísland Að lokum er vert að nefna endurteknar fullyrðingar Diljár, utanríkisráðherra og stuðningsfólks þeirra um að með inngöngu í Evrópusambandið myndum við afnema viðskiptafrelsi Íslendinga. Það er rétt að við höfum núna, tæknilega séð, möguleika á að gera fríverslunarsamning við hvern sem við viljum um hvað sem við viljum. Aftur á móti er Ísland lítill markaður og það hefur sýnt sig að vilji annarra þjóða til að ganga til samninga við okkur er ekki alltaf gagnkvæmur, síður en svo. Og smæðin gerir samningsstöðu okkar verri. Staðreyndin er sú að 27 af 32 fríverslunarsamningum Íslands hafa verið gerðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Evrópusambandið hefur síðan gert fríverslunarsamninga við enn fleiri lönd og svæði en EES. Það er því af og frá að staða okkar væri lakari innan sambandsins en hún er í dag fyrir utan það. Mér þætti afar áhugavert að sjá Diljá reyna að útskýra fyrir Svíum og Dönum að þeir njóti ekki viðskiptafrelsis. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun