Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. september 2021 09:00 Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Dýraheilbrigði Færeyjar Dýr Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast. Sl. sunnudag ráku Færeyjangar hátt í tvö þúsund höfrunga upp í Skálafjörð og meitluðu þar lífið úr 1.428 dýrum, með sveðjum og spjótum, þar til að allt flaut í blóði. Heiftarlegt og hörmulegt blóðbað, sem enginn raunverulegur tilgangur var með og alls engin þörf var á. Ekstra Bladet í Danmörku kallar þetta blóðæði. Yfirleitt hefur manni fundist, að Færeyingar séu skikkanlegt fólk, rólegt, yfirvegað og mannlegt, en þegar kemur að drápsvenjum á ýmsum sjávardýrum, virðast þeir tapa glórunni og tekur þá miskunnarleysi og grimmd völd. Er hér vitnað í reglubundið dráp Færinga á grindhvölum, sem eru reknir í torfum upp á strönd, þar sem stjaki með járnkló er rekinn í loftholu dýranna, sem auðvitað eru feykilega viðkvæmt líffæri, til að negla þau, og svo eru dýrin meitluð til dauða með spjótum og sveðjum. Breytist þá litur víka og fjarða úr bláum lit í rauðan. Venjulegir menn geta vart skilið þetta atferli og þennan trylling siðmenntaðra manna, sem ættu að vera. Nú væri það eitt, ef Færeyingar væru fátæk þjóð og sveltandi, þyrfti á drápi höfrunga og grindhvala að halda til að að svelta ekki og komast af. Því fer víðs fjarri að svo sé. Færeyingar er vel efnuð þjóð, og er velmegun þar mikil, þar kemur mikill fiskafli að landi, og skortir þar engan mat eða viðurværi, eftir því sem bezt verður séð. Á öldum áður mun þetta hafa verið öðruvísi, þá þurftu eyjamenn oft að fara í grindhvala drápið til að komast af. Nú er þetta mest „sport og skemmtun“ Færeyinga, virðist vera. Sögur fara af því, að gamalt grindhvalakjöt sé tekið úr frystum og því hent eða grafið í jörðu, til að rýma fyrir nýju, eðlilegu sláturkjöti. Þeim mun hryggilegra er þetta fjöldadráp – eða fjöldamorð – á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum, þar sem höfrungar eru taldir með gáfuðustu og tilfinningaríkustu dýrum hafsins. Þeir eru félagslyndir, fara yfirleitt saman í hópum, vinna saman við veiðar, sýna þar af sér mikla greind og mikla skipulagsgáfur, ef einn meiðist, slasast eða veikist, fær hann hjálp frá öðrum í hópnum. Leikgleði höfrunga er mikil og alls staðar þekkt, og fylgja þeir oft eftir skipum og leika þar alls konar listir í kring, áhöfnum og öðrum, sem til sjá, til skemmtunar og gleði. Köfurum sýna þeir oft mikla vinsemd og vinahót. Frumtegund höfrunga er oft kölluð hundfiskur, enda líkjast höfrungar hundum á margan hátt, að greind og mannelsku. Grikkir til forna mátu höfrunginn svo mikils, að hann var talinn ímynd guðsins Appollos. Mikil má skömm þeirra Færeyinga vera, sem að þessari tilgangslausu og hryllilegu slátrun á 1.428 saklausum og varnarlausum höfrungum stóðu, líka er skömm þeirra annarra Færeyinga nokkur, sem stóðu álengar, horfðu á og létu þetta gerast án athugasemda eða tilfrauna til inngrips. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru og umhverfisvernd
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar