Eirík Björn á þing Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2021 15:30 Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég kynntist Eiríki Birni fyrst þegar hann var bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ég var þá mennta- og menningarmálaráðherra og man vel að eftir því var tekið hversu ákveðinn og staðfastur Eiríkur var í því að berjast fyrir hagsmunum bæjarfélagsins og Austurlands alls. Það sama gilti þegar hann tók við sem bæjarstjóri Akureyrar. Alltaf var hann glaðsinna en einbeittur fyrir hönd íbúa svæðisins og umbjóðenda sinna. Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er ómetanleg fyrir þingmenn en fáir hafa jafn umfangsmikla þekkingu og góða reynslu af sveitarstjórnum víðs vegar um Norðausturland en Eiríkur Björn. Það er því gott veganesti fyrir hann þegar hann sest á þing fyrir íbúa Norðurlands. Eiríkur Björn er þeim kostum gæddur að vera allt í senn sanngjarn, ástríðufullur, ýtinn og jafnvel þrjóskur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Hann skilur þær áskoranir sem íbúar Norðurlands standa frammi fyrir og veit hvaða mál þarf að setja á oddinn, hvort sem það eru samgöngur, menntastofnanir og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin eru mörg og sum hver risavaxin sem þarf að ráðast í fyrir Norðurland. Eiríkur Björn hefur verið óþreytandi við að tala fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hefur hann ekki síst vakið athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjúkrahúsið á Akureyri hefur sem stærsta heilbrigðisstofnunin utan höfuðborgarsvæðisins. „Þorgerður, það er búið að vera baráttumál okkar um margra ára skeið að sjúkrahúsið verði styrkt sem miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og nú er kominn tími á að það verði að veruleika“, sagði Eiríkur með leiftrandi augum við mig á dögunum. Ekkert múður hér. Hann hefur jafnframt verið ötull við að vekja athygli á mikilvægi stuðnings við geðheilbrigðisþjónustu svæðisins eins og við Geðverndarfélag Akureyrar og samstarf bæjarins við Rauða krossinn um þjónustu við geðfatlaða. Eiríkur Björn hefur einnig ítrekað mikilvægi stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri sem hefur verið baráttumál í mörg ár þannig að efla megi millilandaflug, styrkja enn frekar við ferðaþjónustu á svæðinu og skapa aukin tækifæri í atvinnulífi Norðurlands. Eitt af helstu baráttumálum Eiríks Björns sem bæjarstjóri á Akureyri var einmitt að undirstrika mikilvægi Norðurslóða en það hefur skilað Akureyri og Norðurlandi ótvíræða forystu á Íslandi í þeim málaflokki með þeim stofnunum og verkefnum sem nú eru starfrækt á Akureyri. Eirík Björn hef ég vart hitt án þess að hann fari yfir málefni og mikilvægi Háskólans á Akureyri sem er ekki einungis ein best heppnaða byggðaaðgerð á Íslandi heldur er Háskólinn einnig dýrmætur fyrir rannsóknir og alla þekkingaröflun í samfélaginu. Stækkun og markviss styrking Háskólans er allra hagur. Ég er sannfærð um að fólk á Norðurlandi fær ekki öflugri málsvara á Alþingi en Eirík Björn. Hvort sem um ræðir fyrrnefnd verkefni eða önnur mikilvæg eins og uppbygging raforkuöryggis fyrir Norðurland, þátttaka í umhverfisvænum verkefnum eins og Vistorka, nýsköpun, jafnrétti eða hreinn og klár jöfnuður í þjónustu í samanburði við aðra íbúa landsins. Það þarf einfaldlega manneskju eins og Eirík Björn inn á þing. Hann hefur þá reynslu, þekkingu og innsýn sem er nauðsynleg til að berjast fyrir hagsmunum landshlutans. Því hvet ég ykkur öll til þess að gefa Eiríki Birni og framtíðinni tækifæri í komandi kosningum. Kjósum Viðreisn með því að setja X við C. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Norðausturkjördæmi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Ég kynntist Eiríki Birni fyrst þegar hann var bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Ég var þá mennta- og menningarmálaráðherra og man vel að eftir því var tekið hversu ákveðinn og staðfastur Eiríkur var í því að berjast fyrir hagsmunum bæjarfélagsins og Austurlands alls. Það sama gilti þegar hann tók við sem bæjarstjóri Akureyrar. Alltaf var hann glaðsinna en einbeittur fyrir hönd íbúa svæðisins og umbjóðenda sinna. Reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er ómetanleg fyrir þingmenn en fáir hafa jafn umfangsmikla þekkingu og góða reynslu af sveitarstjórnum víðs vegar um Norðausturland en Eiríkur Björn. Það er því gott veganesti fyrir hann þegar hann sest á þing fyrir íbúa Norðurlands. Eiríkur Björn er þeim kostum gæddur að vera allt í senn sanngjarn, ástríðufullur, ýtinn og jafnvel þrjóskur þegar kemur að því að fylgja málum eftir. Hann skilur þær áskoranir sem íbúar Norðurlands standa frammi fyrir og veit hvaða mál þarf að setja á oddinn, hvort sem það eru samgöngur, menntastofnanir og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin eru mörg og sum hver risavaxin sem þarf að ráðast í fyrir Norðurland. Eiríkur Björn hefur verið óþreytandi við að tala fyrir eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Hefur hann ekki síst vakið athygli á því mikilvæga hlutverki sem sjúkrahúsið á Akureyri hefur sem stærsta heilbrigðisstofnunin utan höfuðborgarsvæðisins. „Þorgerður, það er búið að vera baráttumál okkar um margra ára skeið að sjúkrahúsið verði styrkt sem miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi og nú er kominn tími á að það verði að veruleika“, sagði Eiríkur með leiftrandi augum við mig á dögunum. Ekkert múður hér. Hann hefur jafnframt verið ötull við að vekja athygli á mikilvægi stuðnings við geðheilbrigðisþjónustu svæðisins eins og við Geðverndarfélag Akureyrar og samstarf bæjarins við Rauða krossinn um þjónustu við geðfatlaða. Eiríkur Björn hefur einnig ítrekað mikilvægi stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri sem hefur verið baráttumál í mörg ár þannig að efla megi millilandaflug, styrkja enn frekar við ferðaþjónustu á svæðinu og skapa aukin tækifæri í atvinnulífi Norðurlands. Eitt af helstu baráttumálum Eiríks Björns sem bæjarstjóri á Akureyri var einmitt að undirstrika mikilvægi Norðurslóða en það hefur skilað Akureyri og Norðurlandi ótvíræða forystu á Íslandi í þeim málaflokki með þeim stofnunum og verkefnum sem nú eru starfrækt á Akureyri. Eirík Björn hef ég vart hitt án þess að hann fari yfir málefni og mikilvægi Háskólans á Akureyri sem er ekki einungis ein best heppnaða byggðaaðgerð á Íslandi heldur er Háskólinn einnig dýrmætur fyrir rannsóknir og alla þekkingaröflun í samfélaginu. Stækkun og markviss styrking Háskólans er allra hagur. Ég er sannfærð um að fólk á Norðurlandi fær ekki öflugri málsvara á Alþingi en Eirík Björn. Hvort sem um ræðir fyrrnefnd verkefni eða önnur mikilvæg eins og uppbygging raforkuöryggis fyrir Norðurland, þátttaka í umhverfisvænum verkefnum eins og Vistorka, nýsköpun, jafnrétti eða hreinn og klár jöfnuður í þjónustu í samanburði við aðra íbúa landsins. Það þarf einfaldlega manneskju eins og Eirík Björn inn á þing. Hann hefur þá reynslu, þekkingu og innsýn sem er nauðsynleg til að berjast fyrir hagsmunum landshlutans. Því hvet ég ykkur öll til þess að gefa Eiríki Birni og framtíðinni tækifæri í komandi kosningum. Kjósum Viðreisn með því að setja X við C. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar