Með betri ákvörðunum sem ég hef tekið: Um sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri Nökkvi Alexander Rounak Jónsson skrifar 25. október 2021 21:30 Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Akureyri Háskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu á samfélagsmiðlum undanfarið hefur mikið verið rætt um fjarnám og staðnám, kosti þess og galla. Eins og það sé aðeins um tvennt að velja, annaðhvort stundarðu fjarnám eða nám á staðnum. Markmið mitt með þessum skrifum er að kynna fyrir fólki sveigjanlegt námsfyrirkomulag. Sú fullyrðing er lífsseig að Háskólinn á Akureyri sé bara fjarnámsskóli. Það er kolrangt því hér er nefnilega í boði sveigjanlegt nám. Stúdentar ráða sjálfir hvort þeir stundi námið í sinni heimabyggð eða á Akureyri. Sumir stúdentar kjósa að halda í sína heimahaga utan Akureyrar og sinna námi sínu þar. Allir þessir stúdentar geta stundað nám við HA. Í flestum deildum skólans er það skilyrði að mæta þurfi í staðarlotur og eru flestir stúdentar sammála því að staðlotur eru með skemmtilegri upplifunum í náminu. Þá hittast allir í húsnæði skólans, leysa verkefni, þreyta próf og skemmta sér saman. Með því að gera námið sveigjanlegt er ekki haldið í þá úreltu hugmynd að þú verðir að mæta klukkan átta um morguninn í fyrirlestrasal. Það er að sjálfsögðu ekkert sem stöðvar þá ákvörðun en það er líka í boði að hlusta á þann fyrirlestur þegar líður á daginn eða vikuna, því flest allt námsefni er tekið upp og fer inn á kennsluforrit skólans. Tilgangurinn með sveigjanlegu námsfyrirkomulagi er að auka og auðvelda aðgengi að háskólanámi óháð búsetu. Þá geta stúdentar sem eiga fjölskyldu eða eru í vinnu haft sama aðgang að menntun á hæsta stigi sem og þeir sem ákveða að sækja námið á staðnum. Ég tók þá ákvörðun fyrir rétt rúmum þremur árum að flytja norður á Akureyri. Ég hafði verið eitt ár að stunda nám við Háskóla Íslands og langaði að breyta til. Þetta var auðvitað risastórt skref en ég ákvað að taka af skarið og er þetta með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Á mínu fyrsta ári áttaði ég mig ekki alveg á því hvað fælist í sveigjanlegu námi. Eina námsfyrirkomulagið sem ég þekkti var staðbundið. Ég mætti samviskusamlega í kennslustundir í hverri viku og fannst það alveg magnað að sitja í stofunni með samstúdentum á staðnum og öðrum sem stunduðu námið í gegnum fjarfundarbúnað út um um allan heim.Þarna sá ég öll tækifærin sem eru til staðar við HA og ákvað því að bjóða mig fram strax á fyrsta ári í félagsstörf til þess að gera gott starf enn betra. Sveigjanlega námið býður upp á fjölmarga möguleika og eins og áður hefur verið nefnt er í stöðugri þróun. Umsóknum við HA hefur fjölgað verulega síðustu ár sem sýnir hversu vinsælt sveigjanlegt nám er. Ég tel því að háskólasamfélagið á Íslandi eigi að taka Háskólann á Akureyri sér til fyrirmyndar í þessum efnum, því samfélagið þarf háskóla sem eru í stöðugri þróun og tilbúnir að taka skref í nýjar áttir. Höfundur er formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar