Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2021 07:30 Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýr Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar