Verkfallsvopnið slævt Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 29. nóvember 2021 13:00 Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kjaramál Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. Sjálfur las ég gaumgæfilega stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar og hnaut þar um eitt atriði: Ákvæðið um að efla embætti ríkissáttasemjara. Það er sennilega hið ágætasta mál en í Morgunblaðinu í morgun fagnaði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þessu ákvæði sérstaklega. Í mínum huga er mikilvægt að eiga sterkan ríkissáttasemjara. En nú virðist sem uppi séu hugmyndir um að færa sáttasemjara aukið vald til að fresta verkföllum. Við skulum hafa það hugfast að verkfallsrétturinn er öllu launafólki mikilvægur og hann má ekki með nokkru móti skerða. Ég þekki það sjálfur hve verkfallsvopnið er gríðarlega mikilvægt. Grunnstefið í baráttu launafólks er að standa vörð um verkfallsréttinn og félagafrelsið, og ef vegið er að þessum grunnstoðum getur slíkt haft alvarlegar afeiðingar fyrir allt launafólk. Ég bið því verkalýðshreyfinguna að vera á varðbergi í þessum efnum. Verkföll eru neyðarréttur sem launafólk nýtir ekki nema brýna nauðsyn beri til. Skipulag verkfalls er langt og flókið ferli, og til þess vopns grípur enginn að óþörfu. Rétt launafólks í þessum efnum verður því að gulltryggja og undan honum má ekki grafa. Látum ekki hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar villa okkur sýn. Hugboð segir mér að verkföll séu ekki veruleiki gærdagsins; til þeirra verður örugglega boðað í framtíðinni og þá skiptir afdráttarlaus samstaða launafólks lykilmáli. Verkfallsrétturinn er eitt mikilvægasta vopn launamanna. Það má hvorki slæva né gera bitlaust. Höfundur er kennari og í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar