Barnið mitt er blessun, ekki byrði Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 2. mars 2022 10:31 Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi, Þar sem skólamál tilheyra sveitastjórn er mikilvægt að þú áttir þig á gangi mála áður en haldið skal til kosninga. Ég er móðir drengs sem er að klára sitt fyrsta ár í grunnskóla. Hann er einhverfur og með ADHD. Þegar hann fékk frumgreiningu, aðeins tveggja ára gamall varð ég óttaslegin um hvað biði hans. Aldrei hefði mig grunað að skólakerfið yrði mér erfiðast. Í leikskólanum var hann í algjörri kúlu. Hann fékk mikinn stuðning, mikla þjálfun og fékk oft á dag að kúpla sig út í sérkennslurými án áreita í nærveru við dásamlega sérkennara. Um leið og hann hóf sína skólagöngu sprakk sú kúla algjörlega. Ég vil fá að taka það fram að starfsfólki grunnskólans er alls ekki um að kenna. Skólinn gerir það sem hann getur til þess að mæta honum en sökum fjármagns eða skorti á fjármagni er því miður ekki hægt að mæta honum þar sem hann er staddur. Sonur minn er algjör kærleiksbjörn heima. Hann er ljúfur, dundar sér, sinnir heimavinnu, verndar litla bróður sinn og er mjög meðfærilegur að mörgu leiti. Í skólanum er hins vegar allt önnur saga. Þar tekur hann bræðisköst, bítur frá sér, sýnir mikinn mótþróa og oft stutt í grát. Þessi hegðun endurspeglar ekki drenginn minn heldur það umhverfi sem skólar bjóða upp á. Flúorlýsing, plássleysi, hávaði í öðrum börnum, banana- eða kæfulykt um gangana, bleyta á gólfinu í fataklefanum o.s.frv. Þessir hlutir stuða kannski ekki hið hefðbundna barn en fyrir minn dreng er slíkt áreiti óbærilegt og hefur áhrif á hans líðan og hegðun. Ég er ekki tilbúin að horfa upp á barnið mitt mistakast daglega næsta áratuginn því hann er settur í umhverfi sem hentar honum alls ekki. Ég er ekki tilbúin að bjóða honum upp á skásta kostinn sem er ekki næstum því nógu góður. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að skólar tapi á barninu mínu, að hann sé fjárhagsleg byrgði. Ég er þreytt á því að fara í vinnuna alla daga með hnút í maganum af því ég veit að barninu mínu líður ekki vel. Ég er þreytt á því að berjast, tuða og vera sífellt á varðbergi á að mögulega sé verið að brjóta á honum. Ég er afar þreytt og hann er bara í fyrsta bekk. Innan skólanna starfar dásamlegt, óeigingjarnt fólk sem vill allt gera fyrir þessi börn. Það sem þarf er einfaldlega meira fjármagn með börnum með sérþarfir. Það er sparnaður í því að hlúa að börnum með sérþarfir, það skilar þeim á töluvert betri stað sem samfélagsþegnar. Ég legg til að sveitarfélög búi til hvata fyrir skóla að taka að sér börn með greiningar og/eða hegðunarvanda. Ég legg einnig til að sveitarfélög samræmi þá þjónustu sem þessum börnum er veitt. Ég legg til að sveitarfélög endurskoði skóla án aðgreiningar, falleg hugmyndafræði en hún einfaldlega gengur ekki upp. Í lögum skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þarf að mæta þeim þar sem þau eru stödd og hlúa að þeim sem ekki þola hið hefðbundna skólaumhverfi. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá er mér óskiljanlegt að mismikið fjármagn fylgi börnum með sérþarfir eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa. Ef börn eiga að eiga jöfn tækifæri þá á það ekki að vera undir foreldrum komið að veita skólum aðhald um að þörfum barna þeirra sé mætt. Kæri frambjóðandi, tökum samtal, ekki bara fyrir barnið mitt heldur alla þá sem passa ekki í þann þrönga stakk sem skólakerfið bíður upp á. Það margborgar sig. Höfundur er með MA í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf og starfar sem deildarstjóri á leikskóla.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar