Lengi býr að fyrstu gerð Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:31 Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun