Framsókn í leikskólamálum Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:46 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti. Lausnin felst ekki einungis í því að byggja fleiri leikskóla eða koma fyrir fleiri gámum við leikskólanna. Það þarf einnig að sinna viðhaldi húsnæðis til að heilsu barnanna sé ekki ógnað og bæta kjör starfsfólks svo leikskólar verði eftirsóknarverðir vinnustaðir. Við verðum að tryggja öllum börnum dagvistun að fæðingarorlofi loknu, annað er óásættanlegt. Við þurfum að nálgast dagvistunarvandann með fjölbreyttum lausnum. Meðal annars með því að efla dagforeldrakerfið og gera það aðgengilegra og gagnsærra. Við þurfum að skerpa forgangsröðina í borgarmálunum og veita þessum málefnum aukið rými og vinna að framþróun dagvistunarkerfisins. Einn af valkostum foreldra gæti og verið möguleiki til heimagreiðslna með barni sem bíður eftir leikskólaplássi. Heimgreiðslur sem ekki væru bundnar við það að foreldrar yrðu heima með barninu, heldur gætu aðrir aðstandendur barnsins til dæmis ömmur og afar fengið greiðsluna fyrir að annast gæslu barnanna. Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann. Með því að foreldrar og börn geti gengið að dagvistun að loknu fæðingarorlofi dregur úr líkum á fjárhagsþrengingun ungs fólks og kvíða og streitu nýbakaðra foreldra. Framsókn vill tryggja að börn komist á leikskóla við lok fæðingarorlofs og að opnunartími þeirra sé sveigjanlegri án þess að lengja skóladag barna. Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið þannig að foreldrar hafi valkosti sem henta í hverju tilviki fyrir sig. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Setjum X við B 14. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar