Grunur um nýja bakteríusýkingu í hundum hér á landi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júlí 2022 14:00 Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/John Moore Matvælastofnun hefur borist tilkynning um grun og Brucella canis bakteríusýkingu í hundi hér á landi. Sýkingin er súna, sem sagt sjúkdómur sem getur smitast á milli dýra og manna. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur um Brucella canis kemur upp hér á landi. Helstu einkenni Bruella canis hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Helsta smitleiðin milli dýra er pörun en náið samneyti dýra getur einnig valdið smiti. Í samtali við fréttastofu segir Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, að grunur sé um smit einungis í þessum eina hundi. Hún segir að um sé að ræða ræktunartík sem gaut fyrir dálitlu síðan. Hún ítrekar þó að um sé að ræða grun um smit og að það sé ekki búið að staðfesta að þetta sé Brucella canis-sýking. Þrátt fyrir það sé mikilvægt að tilkynna þetta núna áður en smitið er staðfest. „Við viljum hindra að þetta nái fótfestu hér á landi,“ segir Vigdís. Nú er verið að reyna að átta sig á því hvaða hunda tíkin hefur verið í samneyti við. Búið er að grípa til aðgerða, svo sem tilmæla til viðeigandi aðila um heimasóttkví dýra og pörunarbann þar sem við á. Verið er að vinna að söfnun faraldsfræðilegra upplýsinga og sýnatökum. Einkenni í mönnum geta verið hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- og vöðvaverkir og eitlastækkanir. Einkennin gætu tekið nokkra mánuði að koma fram en oftast tekur það nokkra daga. Þau geta horfið og komið aftur. Börn yngri en fimm ára, ónæmisbældir einstaklingar og þungaðar konur eru talin vera í meiri hættu á alvarlegri sýkingu. Helsta áhættan á smiti í fólk er frá vessum og vefjum við fæðingarhjálp hjá sýktum tíkum. Sjúkdómurinn smitast almennt ekki á milli manna. „Brýnt er að hundaræktendur gæti fyllstu smitvarna við fæðingarhjálp hjá hundum sínum og hafi ávallt samband við dýralækni ef þeir verða varir við einhver óeðlileg einkenni tengd meðgöngu eða goti, eins og fósturláti seint á meðgöngu eða andvana/veikburða hvolpa,“ segir í tilkynningu á vef MAST. Dýr Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Helstu einkenni Bruella canis hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Helsta smitleiðin milli dýra er pörun en náið samneyti dýra getur einnig valdið smiti. Í samtali við fréttastofu segir Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, að grunur sé um smit einungis í þessum eina hundi. Hún segir að um sé að ræða ræktunartík sem gaut fyrir dálitlu síðan. Hún ítrekar þó að um sé að ræða grun um smit og að það sé ekki búið að staðfesta að þetta sé Brucella canis-sýking. Þrátt fyrir það sé mikilvægt að tilkynna þetta núna áður en smitið er staðfest. „Við viljum hindra að þetta nái fótfestu hér á landi,“ segir Vigdís. Nú er verið að reyna að átta sig á því hvaða hunda tíkin hefur verið í samneyti við. Búið er að grípa til aðgerða, svo sem tilmæla til viðeigandi aðila um heimasóttkví dýra og pörunarbann þar sem við á. Verið er að vinna að söfnun faraldsfræðilegra upplýsinga og sýnatökum. Einkenni í mönnum geta verið hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- og vöðvaverkir og eitlastækkanir. Einkennin gætu tekið nokkra mánuði að koma fram en oftast tekur það nokkra daga. Þau geta horfið og komið aftur. Börn yngri en fimm ára, ónæmisbældir einstaklingar og þungaðar konur eru talin vera í meiri hættu á alvarlegri sýkingu. Helsta áhættan á smiti í fólk er frá vessum og vefjum við fæðingarhjálp hjá sýktum tíkum. Sjúkdómurinn smitast almennt ekki á milli manna. „Brýnt er að hundaræktendur gæti fyllstu smitvarna við fæðingarhjálp hjá hundum sínum og hafi ávallt samband við dýralækni ef þeir verða varir við einhver óeðlileg einkenni tengd meðgöngu eða goti, eins og fósturláti seint á meðgöngu eða andvana/veikburða hvolpa,“ segir í tilkynningu á vef MAST.
Dýr Gæludýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira