Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2022 21:31 Katarzyna segir hundinn af ljúfan. Vísir/Vilhelm Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna. Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna.
Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira