Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Ingibjörg Vilbergdóttir skrifar 30. september 2022 07:01 Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar