Siðferði og mannúð í garð hælisleitenda Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 20:30 Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Trúmál Hælisleitendur Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Víða sjást þess merki í íslensku samfélagi að aðventan er skammt undan. Jólageitin kunnuglega prýðir Ikea, á ljósastaurum eru komin upp jólaljós til minna landsmenn á boðskap jólanna og flest erum við farin að huga að jólamatnum í ljósi frétta af humarskorti við Íslandsstrendur. Þvert á þessa tilhlökkun berast okkur fréttir af brottvísunum flóttamanna á Íslandi sem ganga lengra en við höfum áður séð í okkar samfélagi. Systur eru teknar höndum á leið sinni úr skólanum, ungum manni í hjólastól er troðið inn í bíl og fjölskylda sett í þá stöðu að vera allslaus og bjargarlaus í Grikklandi, fjölskylda sem lagði sig fram um að leggja til okkar samfélags. Aðgerðir þessar þola vart dagsins ljós og fréttamönnum var gert erfitt fyrir að færa þjóðinni fréttir af aðgerðunum. Áföllin sem þessi fjölskylda, og þau fjölmörgu önnur sem sæta sömu meðferð, upplifa, bætast við áfallasögu þeirra á flótta frá heimalandi sínu og í leit að betra lífi.En áfallið er ekki einkamál þolenda, heldur varðar samvisku, siðferði og heilindi okkar sem samfélag. Á slíkri stundu er það ábyrgðarhluti að þegja og skylda allra sem raust hafa að tala einum rómi, gegn kerfislægu óréttlæti og með mannhelgi – mannúð. Spámenn Gamla testamentisins áttu það sameiginlegt að standa vörð um samvisku þjóðar sinnar og héldu því fram að þjóðin öll væri undir dómi, þegar brotið er á þeim sem eiga undir högg að sækja, útlendingum þar á meðal. Jesús orðaði siðferðiskyldu lærisveina sinna með orðunum „gestur var ég en þér hýstuð mig ekki ... sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Á liðnum áratugum hefur samfélagsvitund okkar þróast frá því að geta skýlt sig á bakvið óréttlæti annarra í átt að sameiginlegri ábyrgð samfélagsins, þegar brotið er á einstaklingum og hópum. Í uppgjöri við hildarleik seinni heimstyrjaldar báru þýskir hermenn fyrir sig að hafa einungis hlýtt fyrirmælum og reglum í framgöngu sinni og Vesturlönd voru sammála um að það væri ekki málsvörn, skipanir réttlættu ekki óréttlæti. Í mannréttindabaráttu sjötta áratugarins báru menn fyrir sig reglur og lög sem brutu á mannhelgi og mannréttindum einstaklinga og hópa. Martin Luther King boðaði þá borgaralega óhlýðni í baráttu sinni og sagði að „mælikvarði mennskunnar er ekki hvar menn standa á stundu þæginda, heldur hvar menn standa á tímum ögrunar.“ Í því ljósi er það siðferðislega rangt að þegja, það er siðferðislega rangt að framfylgja óréttlátum reglum og það fæst ekkert siðferðilegt skjól í að bera fyrir sig reglur og fyrirmæli. Jólin eru kristnum mönnum helgar tíðir og jólaguðspjallið segir að Guð hafi komið inn í þennan heim sem fátækt barn valdlausra hjóna. Hjóna á hrakhólum frá heimabyggð og loks gerð að hælisleitendum, pólitískum flóttamönnum í Egyptalandi vegna ofsókna í heimalandi sínu. Aðventan er tími undirbúnings en sá undirbúningur á sér fyrst og fremst stað hið innra. Jólaskraut, gjafir og veitingar eru umgjörð um þann fögnuð að hafa horfst í augu við sjálfan sig á föstu aðventunnar. Guð gefi okkur sem samfélag gæfu til þess að nýta þessa aðventu til að endurskoða hug okkar og hjörtu í garð þeirra sem leita náða í okkar samfélagi og leggja af það óréttlæti að færa fjölskyldur úr landi í járnum. https://youtu.be/xrU7DMbOvP0
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun