Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2022 10:59 Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, við höfuðstöðvarnar í Hafnarfirði. Fyrir aftan er flaggskipið Árni Friðriksson. Steingrímur Dúi Másson Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Hafrannsóknastofnun mun leggja til bæði skip sín, Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson, og útgerðin eitt skip. Áætlað er að tíu dagar leiðangur kosti um 35 milljónir króna. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson í Hafnarfjarðarhöfn. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Það er sem sagt útgerðin sem stendur straum af kostnaði við hann. Þeir leigja af okkur bæði skipin og svo jafnframt verður skip frá þeim sem tekur þátt í leitinni og mælingunum,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Á sama tíma í fyrra hafði Hafrannsóknastofnun mælt með 400 þúsund tonna loðnukvóta. Í ár er talan helmingi lægri, rúm 200 þúsund tonn, nema það finnist eitthvað meira. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir væntingar hafa staðið til að vertíðin í ár yrði jafnvel stærri en sú síðasta. Það hafi því verið vonbrigði að ekki hefði tekist að staðfesta hærri tölur í síðustu loðnumælingu. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Norðfjarðarhöfn.Vísir/Einar „Það er náttúrlega tvennt sem við erum að vonast eftir að fá með þessum leiðangri. Annarsvegar að fá góða mynd af útbreiðslunni, hversu austarlega hún er komin, og geta þá skipulagt leiðangra eftir jól í samræmi við það. Og eins líka þá að útgerðin geti skipulagt veiðar sínar á loðnustofninum. Hins vegar er markmiðið að ná líka mælingu. Af því að það er mikið misræmi milli haustmælinganna, sem sagt í hitteðfyrra, 2021, og núna 2022,“ segir Guðmundur Óskarsson. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Kostnaður við loðnuleitina er smáaurar miðað við hvað aukinn loðnukvóti gæti skilað miklum verðmætum. Ef kvótinn hækkaði upp í samræmi við væntingar gætu það verið tölur á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Og hvenær á svo að leggja í hann? „Það verður lagt af stað sennilega á mánudaginn,“ segir sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um sögu loðnuveiða og þýðingu þeirra í þættinum Um land allt á Stöð 2 í fyrra. Hér má sjá kafla úr þættinum: Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hafnarfjörður Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Hafrannsóknastofnun mun leggja til bæði skip sín, Árna Friðriksson og Bjarna Sæmundsson, og útgerðin eitt skip. Áætlað er að tíu dagar leiðangur kosti um 35 milljónir króna. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson í Hafnarfjarðarhöfn. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Það er sem sagt útgerðin sem stendur straum af kostnaði við hann. Þeir leigja af okkur bæði skipin og svo jafnframt verður skip frá þeim sem tekur þátt í leitinni og mælingunum,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Á sama tíma í fyrra hafði Hafrannsóknastofnun mælt með 400 þúsund tonna loðnukvóta. Í ár er talan helmingi lægri, rúm 200 þúsund tonn, nema það finnist eitthvað meira. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir væntingar hafa staðið til að vertíðin í ár yrði jafnvel stærri en sú síðasta. Það hafi því verið vonbrigði að ekki hefði tekist að staðfesta hærri tölur í síðustu loðnumælingu. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Norðfjarðarhöfn.Vísir/Einar „Það er náttúrlega tvennt sem við erum að vonast eftir að fá með þessum leiðangri. Annarsvegar að fá góða mynd af útbreiðslunni, hversu austarlega hún er komin, og geta þá skipulagt leiðangra eftir jól í samræmi við það. Og eins líka þá að útgerðin geti skipulagt veiðar sínar á loðnustofninum. Hins vegar er markmiðið að ná líka mælingu. Af því að það er mikið misræmi milli haustmælinganna, sem sagt í hitteðfyrra, 2021, og núna 2022,“ segir Guðmundur Óskarsson. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Kostnaður við loðnuleitina er smáaurar miðað við hvað aukinn loðnukvóti gæti skilað miklum verðmætum. Ef kvótinn hækkaði upp í samræmi við væntingar gætu það verið tölur á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Og hvenær á svo að leggja í hann? „Það verður lagt af stað sennilega á mánudaginn,“ segir sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um sögu loðnuveiða og þýðingu þeirra í þættinum Um land allt á Stöð 2 í fyrra. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hafnarfjörður Múlaþing Vopnafjörður Akranes Sveitarfélagið Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. 2. apríl 2021 07:50