Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:05 Fangaklefi á Litla-Hrauni. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust. Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna. Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna.
Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira