Ég á vinkonu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. febrúar 2023 12:02 Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar