Trúin er athvarf fyrir fólk Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. mars 2023 16:30 Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun