Hvernig er þín hamingja? Hrund Apríl Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 17:01 Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar