Leikskóli eða gæsla, hvað vilja foreldrar? Valborg Hlín Guðlaugsdóttir skrifar 27. mars 2023 07:01 Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun