Leikskólamál – eldri borgarar Katrín J. Björgvinsdóttir skrifar 31. mars 2023 10:01 Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikskólar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Eftir því sem mér skilst er nokkuð um það að eldri borgarar og eftirlaunaþegar séu í þeirri stöðu að gæta litlu barnanna sem fá ekki pláss á leikskólum, þar á meðal ég. Það var reyndar ekki meiningin að ég ætlaði mér það þegar ég hætti að vinna, en sú er raunin, þar sem þeir sem eiga að sjá um nægt leikskólapláss fyrir ungviðið eru ekki að standa sig. Að detta í hug að það sé lausn að borga foreldrum fyrir að vera heima er fjarstæða í flestum tilvikum, fólk er tæplega að mennta sig og leita eftir vinnu við hæfi til þess að vera heima. Það ætti a.m.k. að vera val í nútíma samfélagi. Pólitíkusar tala um manneklu á leikskólum og alls konar vangaveltur koma upp um það hvernig eigi að leysa þau mál – allt nema það að hugsanlega gæti virkað að greiða starfsfólkinu betri laun. Auk þess sem það er alveg makalaust að það þurfi að loka hverjum leikskólanum á fætur öðrum sökum skorts á viðhaldi, hvurs konar kæruleysi er það að láta þessa hluti drabbast niður? Ég lít svo á að vandi foreldra ungra barna sé einnig okkar vandi sem eldri erum og skora því á þá eldri borgara sem eru í þeirri stöðu að sjá fram á að verða bundin yfir ungum börnum að leggja foreldrunum lið, t.d. með því að mæta með þeim í Ráðhúsið og krefjast aðgerða af hálfu borgaryfirvalda. Atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld þurfa að koma þarna inn, það er allra hagur að hafa þessi mál í lagi. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að stinga niður penna til að skrifa um leikskólamál, rígfullorðin manneskjan, en jú þannig er það bara. Litlu börnin okkar eru ekki vandamál – sköpum þeim og foreldrum þeirra umhverfi sem er ásættanlegt fyrir alla – það er vel hægt ef allir leggjast á eitt. Höfundur er eldri borgari.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun