Lögregla rannsakar möguleg lögbrot starfsmannsins að Reykjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 12:27 Fjölmörg börn hafa sótt skólabúðirnar að Reykjum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur hafið rannsókn vegna starfsmanns skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði, sem sagt var upp á dögunum eftir að upp komst að hann hefði kennt börnum að vinna sér skaða. Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42